1390. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 27. október 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.
1. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Lögð voru fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun 2023 til 2026 A hluta.
2. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna vistunarúrræðis (2022060418)
Ólafur Garðar Rósinkarsson teymisstjóri í málefnum fatlaðra mætti á fundinn og lagði fram greinargerð vegna beiðni um viðbótarfjármagn vegna aukins kostnaðar við vistunarúrræði kr. 12.000.150.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
3. Beiðni um fjármagn vegna beingreiðslusamnings (2020010392)
Ólafur Garðar Rósinkarsson teymisstjóri í málefnum fatlaðra mætti á fundinn og lagði fram beiðni um fjármagn til að hefja beingreiðslusamning kr. 1.292.970.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
4. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar (2022100384)
Bæjarráð vísar Jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5. Fjármagn til stuðnings þróunar ferða- og umhverfismála á Suðurnesjum (2022100109)
Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Bæjarráð tekur heilshugar undir framlagt erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fjarlög 2023, 1.mál Reykjanes Geopark og Áfangastaðastaðastofa Reykjaness
6. Viðhald gróðurs í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi – ósk um fjármagn (2022100460)
Lagt fram bréf frá Fjáreigendafélagi Grindavíkur um styrk til uppgræðslu beitarhólfs kr. 500.000.
Bæjarráð hafnar erindinu að þessu sinni.
7. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 10. september og 19. október 2022 (2022020957)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 66. stjórnarfundar 10. september 2022
Fundargerð 67. stjórnarfundar 19. október 2022
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. október 2022 (2022010311)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 914
9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)
a. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
Lagt fram umsagnarmál.
Bæjarráð vísar málinu til Gunnars Kristins Ottóssonar skipulagsfulltrúa til frekari skoðunar.
10. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)
a. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. -
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um flutning Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar, 40. mál. -
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Lögð fram umsagnarmál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.