1392. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 10. nóvember 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
1. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar – búnaður í hreinsistöð (2019050681)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn. Óskað er eftir að kaupa búnað í hreinsi- og dælustöð Fitjabraut 1c. Gert hefur verið ráð fyrir þeirri fjárfestingu á fjárhagsáætlun 2022 og 2023.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fylgigögn:
Búnaður í hreinsistöð
2. Launagreining vegna jafnlaunavottunar (2022110153)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar mætti á fundinn og fór yfir launagreiningu 2022.
Bæjarráð þakkar fyrir ítarlega greiningu og fagnar að ekki greinist marktækur kynbundinn launamunur hjá sveitarfélaginu.
3. Betri vinnutími (2022110152)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar mætti á fundinn og lagði fram minnisblöð með tillögum að betri vinnutíma starfsfólks í Félagi grunnskólakennara og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkur framlagðar tillögur.
Fylgigögn:
Minnisblað vegna Betri vinnutíma FG
Minnisblað vegna Betri vinnutíma TR
4. Umdæmisráð barnaverndar (2021120037)
Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar mætti á fundinn. Lögð fram tillaga að bæjarráð gangi til samninga við Suðurnesjabæ, Voga og Grindavík um rekstur umdæmisráðs. Einnig er lagt til að Árborg verði boðin aðild að samningnum.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.
Fylgigögn:
Umdæmisráð - erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar
5. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 15. nóvember 2022.
6. Samþykkt um gatnagerðargjald (2022110137)
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að gatnagerðagjaldi Reykjanesbæjar.
7. Klapparstígur 7 – afnotasamningur (2022110119)
Lagður fram samningur um afnot á Klapparstíg 7 Reykjanesbæ.
Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að ganga frá samninginum og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd Reykjanesbæjar.
8. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar Myllubakkaskóla og fundargerð verkefnastjórnar.
Fylgigögn:
Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar skóla 3. nóvember 2022
9. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)
Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.
10. Vatnsnesvegur 8 (2020030181)
Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar endurbyggingar Vatnsneshússins.
11. Brynja leigufélag – viljalýsing (2022100233)
Lögð fram viljayfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja í Reykjanesbæ 2022 til 2026.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar.
12. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2023 (2022110090)
Borist hefur beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 250.000, tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.
Fylgigögn:
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023
13. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og tilnefnir Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa og felur jafnframt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að kanna umfang vinnuframlags með tilliti til endurskoðunar.
Fylgigögn:
Bréf til sveitarfélaga
14. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd (2022110127)
Bréf barst frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóra umhverfismála.
Fylgigögn:
Tilnefning í Vatnasvæðanefnd
15. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 21. október 2022 (2022010626)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð - stjórn Samtaka orkusveitarfélaga - 52
16. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 25. október og 2. nóvember 2022 (2022010523)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 540. stjórnarfundur Kölku
Fundargerð 541. stjórnarfundur Kölku
17. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)
a. Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
b. Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2022.