1395. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 1. desember 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
1. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað með breytingum á fjárhagsramma 2023 í fjárhagsáætlunarferlinu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til seinni umræðu í bæjarstjórn 6. desember 2022.
2. Stýrihópur barnvæns sveitarfélags (2020021548)
Bæjarráð tilnefnir Birgittu Rún Birgisdóttur í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags í stað Margrétar Þórarinsdóttur.
Fylgigögn:
Erindi til bæjarráðs Stýrihópur Barnvæns sveitarfélags. Val á bæjarfulltrúa úr minnihluta í stýrihóp
Óskað var eftir fundarhléi kl. 8:55
Fundur aftur settur kl. 9:06
3. Stjórnsýsla Reykjanesbæjar – skipulagsbreytingar (2022110461)
Lagt fram minnisblað að breytingum á skipulagi skipurits Reykjanesbæjar.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni að vinna áfram í málinu.
4. Breytingar á meðhöndlun úrgangs (2021120350)
Lagðar fram tillögur frá Kölku sorpeyðingarstöð Suðurnesja varðandi breytt fyrirkomulag á söfnun úrgangs frá heimilum.
Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir að Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Steinþór Þórðarson framkvæmdarstjóri Kölku komi inn á næsta fund bæjarráðs.
5. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)
Lögð fram til kynningar fundargerð um stöðu verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að fjölga hjúkrunarrýmum úr 60 í 80.
6. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar til kynningar.
7. Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (2022110507)
Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2023 verði 72%.
Fylgigögn:
Endurgreiðsluhlutfall ER 2023 bæjarstjórn
L060_hlutfall_2023
8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)
a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.
Umsagnarmál lagt fram.
9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2022010082)
a. Grænbók um sveitarstjórnarmál
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.