1396. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 8. desember 2022, kl. 08:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sigurrós Antonsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hana.
1. Breyting á meðhöndlun úrgangs (2021120350)
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku mættu á fundinn.
Lagðar fram tillögur frá Kölku sorpeyðingarstöð Suðurnesja varðandi breytt fyrirkomulag á söfnun úrgangs frá heimilum.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
Fylgigögn:
Kalka 231122 bréf til sveitarfélaga
2. Stafræn smiðja á Suðurnesjum – beiðni um fjármagn (2022100371)
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Fylgigögn:
Fab Lab Suðurnesja
3. Stjórnsýsla Reykjanesbæjar – skipulagsbreytingar (2022110461)
Lagt fram uppfært skipurit sveitarfélagsins Reykjanesbær.
4. Barnvænt sveitarfélag - rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi (2020021548)
Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Barnvæns sveitarfélags þar sem hvatt er til að starfsfólk og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins fari í gegnum rafræna fræðslu UNICEF.
5. Samræmd móttaka flóttafólks (2022020555)
Lagður fram leiðréttur þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita hann. Bæjarráð óskar eftir aðgerðaáætlun frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu varðandi hvernig fækka á einstaklingum sem eru í samræmdri móttöku flóttafólks hjá Reykjanesbæ niður í 150 fyrir árslok 2023 samkvæmt samninginum.
Fylgigögn:
02.12.22-SAMNINGUR SMF - Reykjanesbær
6. Fundargerðir stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 15. september og 17. nóvember 2022 (2022040600)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn:
44. fundur stjórnar 15. september 2022
45. fundur stjórnar 17. nóvember 2022
7. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 10. nóvember 2022 (2022010404)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
32. Fundur Svæðisskipulags Suðurnesja_10.11.2022
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. nóvember 2022 (2022010311)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 915
9. Umsögn um tækifærisleyfi – Körfuknattleiksdeild UMFN (2022120051)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2022.