1397. fundur

15.12.2022 08:00

1397. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 15. desember 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.

1. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Gissur Hans Þórðarson verkefnisstjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir byggingarnefndar Myllubakkaskóla og verkfundar í Holtaskóla.

2. Heimildir barnaverndarstarfsmanna – breytingar á reglum (2021120010)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn og kynntu reglur um barnaverndarþjónustu Reykjanesbæjar sem taka eiga gildi 1. janúar 2023.

Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur.

3. Þróun stöðugilda (2022120236)

Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um þróun stöðugilda á tímabilinu 2018-2022 hjá Reykjanesbæ.

4. Endurnýjun kjarasamningsumboðs (2022120246)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamningsumboðs.

5. Aldursþróun íbúa (2022120247)

Lögð fram mannfjöldaspá Byggðastofnunar til ársins 2050 fyrir Reykjanesbæ. Í dag er fjöldi 70 ára og eldri 1.494 en verða samkvæmt spánni 3.979 árið 2050.

Fylgigögn:

Reykjanesbær 2050
Reykjanesbær 2050 aldurspýramídi

6. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – N66 ehf. Lindarbraut 637 (2022120174)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2022.