1398. fundur

22.12.2022 08:00

1398. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 22. desember 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn.

Lögð fram drög að viðauka við samning milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjanesbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Viðaukinn felur meðal annars í sér fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 80.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn.

2. Seylubraut 1 – kauptilboð (2022120353)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mætti á fundinn.

Lagt fram kauptilboð sem borist hefur í eignina.

Bæjarráð frestar málinu og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að leiða vinnu við að greina húsnæðisþörf safnahúsa/byggðasafns Reykjanesbæjar.

3. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Hljómahöll-veitingar ehf. Hjallavegur 2 (2022110579)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki III-G. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

4. Rakaskemmdir í stofnunum – fundargerð byggingarnefndar 15. desember 2022 (2022100267)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 12. desember 2022 (2022010626)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð SO nr 54

6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. desember 2022 (2022010469)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

784. fundur_14122022

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. desember 2022 (2022010311)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 916

8. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. 15. desember 2022 (2022020957)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 69. stjórnarfundar 15. desember 2022

9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 15. desember 2022 (2022020838)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

297. fundur HES 15. desember 2022

10. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til breytingar á lögum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2023.