1399. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 29. desember 2022, kl. 13:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.
1. Leikskóli í Drekadal (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið. Birgir Emil Birgisson lögfræðingur Consensa kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Afgreiðslu frestað.
2. Fatapeningar – stefnubreyting (2022120428)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn.
Lögð fram til samþykktar drög að stefnu og reglum Reykjanesbæjar um greiðslu fatapeninga.
Fyrirliggjandi drög samþykkt 5-0 með fyrirvara um endurskoðun á atriðum sem fram komu í umræðum.
3. Fasteignaskattur 2023 - afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega (2022120426)
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.
Lagt fram til kynningar.
4. Umsögn um tækifærisleyfi – Knattspyrnudeild Keflavíkur (2022120455)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. janúar 2023.