1401. fundur

12.01.2023 08:15

1401. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 12. janúar 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fatapeningar (2022120428)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar kom inn á fundinn gegnum fjarfundarbúnað.
Lagt fram minnisblað með þremur tillögum að fatapeningagreiðslum til aðstoðarleikskólastjóra.

Málinu frestað.

2. Selás 20 (2019090080)

Sverrir Örn Leifsson, Dalrós Líndal, Leifur Gunnar Leifsson, Gunnar Benediktsson lögmaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.

Bæjarráð felur Unnar Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

3. Leikskóli í Drekadal (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið og Birgir Ö. Birgisson lögfræðingur Consensa kom inn á fundinn gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð hafnar tilboðum sem bárust.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- framkvæmdasviðs að bjóða verkið út að nýju.

4. Vinabæjarsamstarf - beiðni frá Chortkiv í Úkraínu (2023010147)

Beiðni barst um vinabæjarsamstarf. Bæjarráð þakkar beiðnina en getur ekki orðið við henni.

5. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)

Fundargerð byggingarnefndar lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð neyðarstjórnar 3. janúar 2023 (2023010158)

Fundargerð neyðarstjórnar lögð fram til kynningar.

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 20. desember 2022 (2022010523)

Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Kalka - Fundargerð 542. stjornarfundar

8. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, Sunnubraut 34 (2022120307)

Málinu frestað, Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

9. Umsögn vegna starfsleyfis ökutækjaleigu – Okkar ehf. Selvík 3 (2022120375)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir ekki umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

10. Umsögn um tækifærisleyfi – Ungmennafélag Njarðvíkur (2023010111)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. janúar 2023.