1402. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 19. janúar 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Úttekt á umhverfis- og framkvæmdasviði (2023010375)
Róbert Ragnarsson frá KPMG mætti á fundinn. Lögð fram úttekt KPMG á umhverfis- og framkvæmdasviði Reykjanesbæjar.
2. Samfélagsgreiningar (2021030491)
Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningar og Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi mættu á fundinn og kynntu samfélagsgreiningu Suðurnesja sem unnin er af sveitarfélaginu Reykjanesbæ í samvinnu við Hagstofu Íslands.
3. Rakaskemmdir í stofnunum (2022100267)
Fundargerð byggingarnefndar lögð fram til kynningar.
4. Fatapeningar (2022120428)
Lagt fram minnisblað um fatapeninga aðstoðarleikskólastjóra.
Bæjarráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag fatapeninga í leikskólum.
5. Menningarhús (2022110463)
Lagt er til að gerð verði greining á framtíðarstaðsetningu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur um að gera úttekt á húsnæði Hljómahallar og starfsemi Bókasafnsins og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samninginn.
6. Samstarfssamningur Reykjanesbæjar og Samtakanna ´78 (2023010376)
Lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjansbæjar og Samtakanna ’78.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur forseta bæjarstjórnar að undirbúa undirritun samningsins.
7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 10. janúar 2023 (2023010355)
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð - 543. stjórnarfundur Kölku
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. janúar 2022 (2023010343)
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
785. fundur SSS 11012023
9. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, Sunnubraut 34 (2022120307)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki III-F Krá. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna og greinargerðar Einars Haraldssonar formanns Keflavíkur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.