1408. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 2. mars 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Vinnuskóli Reykjanesbæjar (2023020384)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, Thelma H. Hermannsdóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima, Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri og Gunnar E. Geirsson deildarstjóri umhverfismála mættu á fundinn.
Umræður um vinnuskólann í framtíð og nútíð. Undirbúningur fyrir verkefni vinnuskólans er nú í fullum gangi og miðar vel.
2. Rafeldsneytisinnviðir (2023020546)
Lagt fram til kynningar erindi frá NýOrku.
3. Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins – stofnframlag (2022050057)
Lagt fram erindi frá Brynju leigufélagi þar sem óskað er eftir byggingarlóð.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
4. Aðstaða sjúkraþjálfara á Nesvöllum (2023020653)
Lögð fram fyrirspurn um aðstöðu sjúkraþjálfara á Nesvöllum.
Málinu frestað.
5. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Fundargerð verkefnastjórnar lögð fram til upplýsingar.
6. Rakaskemmdir í stofnunum – fundargerð bygginganefndar 23. febrúar 2023 (2022100267)
Fundargerð byggingarnefndar lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 14. fundar byggingarnefndar 23. febrúar 2023
7. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 15. febrúar 2023 (2023020531)
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur nr.65 15022023
8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)
Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál -
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Bæjarráð vísar umsagnarmálinu til lýðheilsuráðs og óskar eftir umsögn.
9. Holtaskóli (2022100267)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála í Holtaskóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.