1411. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 23. mars 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tekið yrði á dagskrá undir 13. fundarlið Endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
1. Leikskólinn í Drekadal (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli.
Bæjarráð hafnar tilboðinu sem barst í framkvæmdir við leikskólann í Drekadal.
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.
2. Vatnsneshúsið (2020030181)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli. Lögð fram til kynningar tillaga um notkun hússins.
Fylgigögn:
Vatnsnesvegur 8
3. Eignasjóður Reykjanesbæjar (2023030163)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessu máli. Óskað er eftir að auglýsa tvær stöður verkefnastjóra framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir 4-0 að heimila Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa tvær stöður verkefnastjóra framkvæmda, Guðbergur Reynisson situr hjá.
4. Fjölþætt heilsuefling 65+ - framlenging samstarfssamnings (2022021106)
Lagt fram bréf frá Janus heilsueflingu um tímabundið framhald á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ.
Erindinu hafnað.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
"Við viljum þakka Janusi Heilsueflingu sérstaklega fyrir samstarfið á liðnum árum. Samstarfið hefur verið með miklum ágætum allt frá árinu 2017. Verkefnið hefur svo sannarlega verið frumkvöðlastarf í heilsueflingu fyrir elstu íbúa sveitarfélagsins.
Ákveðið hefur verið að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldra fólk frá janúar 2024. Þá getur hver og einn valið sína heilsueflingu á eigin forsendum t.d. sund, golf, líkamsrækt, Janus Heilsueflingu o.fl. Hvatagreiðslur eru ætlaðar til lækkunar á námskeiðsgjöldum. Á þennan hátt ríkir jafnræði á meðal eldra fólks í Reykjanesbæ og þeirra sem munu bjóða upp á sértæka heilsueflingu fyrir þann hóp. Það er von okkar að með þessu móti muni fleiri úr hópi eldra fólks sækja sér heilsueflingu.
Það er von okkar að Janus Heilsuefling verði áfram valkostur í heilsueflingu eldra fólks í Reykjanesbæ."
Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Fylgigögn:
Bréf til bæjarstjórnar og bæjarráðs Reykjanesbæjar 20.3.23
5. Ársreikningur Brunavarna Suðurnesja bs. 2022 – drög (2023030428)
Lögð fram drög að ársreikningi Brunavarna Suðurnesja bs. fyrir árið 2022.
6. Rakaskemmdir í stofnunum – fundargerð byggingarnefndar 15. mars 2023 (2022100267)
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar.
Fylgigögn:
Fundargerð 18. fundar byggingarnefndar 15. mars 2023
7. Húsnæði Myllubakkaskóla (2021050174)
Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar.
8. Fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. febrúar og 14. mars 2023 (2023010355)
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð - 544. stjórnarfundur Kölku
Fundargerð - 545. stjórnarfundur Kölku
9. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 7. mars 2023 (2023020242)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtaka-orkusveitarfélaga nr. 58
10. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 16. mars 2023 (2023030426)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fylgigögn:
46. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 16. mars 2023
11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. mars 2023 (2023010560)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 920
12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)
Frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja (starfsleyfi), 751. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpi til laga.
Umsagnarmál lagt fram.
13. Endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (2023030178)
Bæjarráð Reykjanesbæjar tók til umræðu á fundi sínum nr. 1411 þann 23. mars endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er til umsagnar inn á samráðsgátt stjórnvalda til 27. mars.
Bæjarráð Reykjanesbæjar bókaði eftirfarandi:
"Unnið hefur verið um nokkurt skeið að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með það að markmiði að bæta gæði jöfnunar og auka gagnsæi með einfaldari útreikningum og aðlögun að sveitafélagagerðum í dag. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar ásamt skýrslu um vinnuna og þær forsendur sem lágu til grundvallar breytingartillögunum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þessari breytingu á regluverkinu og telur að þær stuðli að sanngjarnari og einfaldari útreikningi á jöfnunarframlögum."
Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2023.