1426. fundur

06.07.2023 08:15

1426. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 6. júlí 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Díana Hilmarsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Margrét A. Sanders, Trausti Arngrímsson.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Trausti Arngrímsson sat fyrir hann.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.

1. Stöðuskýrsla í málefnum fatlaðra – beiðni um viðauka (2023070046)

Ólafur Garðar Rósinkarsson teymisstjóri í málefnum fatlaðra mætti á fundinn. Lögð fram samantekt þar sem flaggað er auknum kostnaði við NPA og beingreiðslusamninga sem er tilkominn vegna kjarasamninga og veikinda.

Óskað er eftir viðbótarfjármagni vegna Stapavalla kr. 35.225.084.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.

2. Jól og áramót 2023 (2023060384)

Óskað er eftir viðbótarfjármagni til að mæta kostnaði við Aðventugarð og uppsetningu og frágang á skautasvelli.

Málinu frestað.

3. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. júní 2023 (2023010560)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 931

4. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 3. júlí 2023 (2023010013)

Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 276. fundar atvinnu- og hafnarráðs 03.07.23

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.