1433. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 7. september 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Hluthafafundur Bláa Lónsins hf. Fjallað verður um málið í dagskrálið 7.
1. Búnaður sjúkraþjálfunar á Nesvöllum (2023020653)
Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.
2. Stefnumótun Reykjanes Geopark (2023060175)
Á fundi bæjarráðs 15. júní var lögð fram stefnumótun og aðgerðaáætlun Reykjanes Geopark.
Bæjarráð fagnar nýrri stefnumótun Reykjanes Geopark.
Fylgigögn:
Strategía 090623 Stefnumótun Reykjanes Geopark skýrsla
3. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar - tilnefning fulltrúa (2023080630)
Skipa þarf að nýju í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar sbr. lög nr. 65/2023 um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðlaug H. Sigurjónsson sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Margréti Lilju Margeirsdóttur verkefnastjóra skipulagsmála.
4. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024 (2023090012)
Lögð fram beiðni um fjárstuðning og samstarf.
Bæjarráð samþykkir styrk kr. 250.000, tekið af bókunarlykli 21-011-9220.
Fylgigögn:
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024
5. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 20. september 2023 (2023090036)
Lagt fram fundarboð um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
6. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 30. ágúst 2023 (2023010630)
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
40. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 10082023
7. Hluthafafundur Bláa Lónsins hf. (2023080095)
Bæjarráð samþykkir samhljóða að selja hlut sveitarfélagsins 0,13% í Bláa Lóninu hf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.