1442. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12 9. nóvember 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fjárhagsáætlun 2024-2027 (2023080020)
Umræður um fjárhagsáætlun 2024-2027.
2. Sorporkustöð í Helguvík (2023110110)
Lagt fram minnisblað samráðsnefndar um þróun hafnarsvæða.
3. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Street ehf., Grófin 2 (2023100484)
Erindi Samgöngustofu vegna beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. október 2023 (2023010560)
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 936
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2023.