1443. fundur

16.11.2023 08:15

1443. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 16. nóvember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hann.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Umræður um fjárhagsáætlun 2024-2027.

2. Reglur um heiðursborgara (2023110239)

Lagt fram minnisblað með drögum að reglum um heiðursborgara Reykjanesbæjar. Drögunum vísað til forsetanefndar til frekari vinnslu. Uppfærð drög skulu lögð fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 500.000 fjárstyrk til að mæta útfararkostnaði heiðursborgara Reykjanesbæjar, Ellerts Eiríkssonar, sem féll frá þann 12. nóvember sl. Styrkurinn greiddur af bókhaldslykli 21011-9220.

Bæjarráð samþykkir að flaggað verði í hálfa stöng við stofnanir sveitarfélagsins.

3. Húsnæði Keilis – Grænásbraut 910 (2023030333)

Lögð fram ástandsúttekt á húsnæði Keilis, skólahúsnæði á Ásbrú sem var til kynningar á fundi bæjarráðs 26. október sl.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnar Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

Umhverfis- og framkvæmdasviði falið að vinna frekari úttekt á ástandi húsnæðisins.

4. Fjörheimar – umsókn um tækifærisleyfi án áfengisveitinga (2023110191)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Jarðhræringar á Reykjanesi (2023070070)

Sameiginleg bókun bæjarráðs:

„Hugur íbúa Reykjanesbæjar er hjá Grindvíkingum.
Jarðhræringar á Reykjanesskaga síðastliðnar vikur gerðu það að verkum að almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma Grindavík og lýsa yfir neyðarstigi. Þessi atburður hafði í för með sér að nágrannar okkar og vinir í Grindavík þurftu að yfirgefa heimili sín.

Þá fór strax af stað mikil vinna við að greina hvernig við í Reykjanesbæ getum sem best orðið að liði. Fjöldahjálparstöð var opnuð og verið er að kortleggja húsnæði sem getur staðið til boða bæði íbúðarhúsnæði sem öruggt skjól og húsnæði þar sem hægt er að koma mikilvægum verðmætum í geymslu á meðan atburðurinn gengur yfir. Stjórnendur Reykjanesbæjar eru í nánu samstarfi við stjórnendur Grindavíkurbæjar til að kanna m.a. möguleikann á að bjóða leik- og grunnskólabörnum og starfsfólki upp á rými til að skólastarf geti haldið áfram. Íþrótta- og tómstundafélög hafa einnig boðið fram aðstoð sína enda er mikilvægt að börn og ungmenni geti áfram sinnt íþrótta- og tómstundastarfi. Stjórnendur eru einnig að vinna að lausnum til að tryggja að mikilvæg velferðarþjónusta standi íbúum Grindavíkur áfram til boða. Þessi vinna stendur yfir en nú þegar hafa grunnskólar í Reykjanesbæ tekið á móti nemendum úr Grindavík og er allt kapp lagt á að hlúa vel að þeim og fjölskyldum þeirra á meðan þessi náttúruvá stendur yfir.

Samþykkt hefur verið, í samstarfi við Almannavarnir, Grindavíkurbæ og Rauða Krossinn að opna þjónustumiðstöð í Hljómahöll ef þörf krefur. Auk alls þessa hafa aðrar stofnanir, fyrirtæki og einkaaðilar í Reykjanesbæ einnig lagt hönd á plóg enda mikilvægt að við stöndum öll saman sem eitt.

Upplýsingar frá Reykjanesbæ vegna áhrifa Neyðarstigs Almannavarna á íbúa Grindavíkur

Íbúar Reykjanesbæjar standa þétt við bakið á Grindvíkingum og munu gera allt sem hægt er til að aðstoða þá á þessum erfiðu tímum.“

6. Erindisbréf neyðarstjórnar (2023110154)

Lögð fram drög að erindisbréfi neyðarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til forsetanefndar.

7. Fundargerðir neyðarstjórnar 8., 10. og 14. nóvember 2023 (2023010158)

Lagðar fram fundargerðir neyðarstjórnar til kynningar.

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. nóvember 2023 (2023010343)

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til kynningar.

Fylgigögn:

795. fundur 08112023

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2023.