1444. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. nóvember 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður sem sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson boðaði forföll. Sverrir Bergmann Magnússon sat fundinn fyrir hann.
1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)
Umræður um fjárhagsáætlun 2024-2027.
2. Betri vinnutími (2023100249)
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launa- og kjaradeildar og Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mættu á fundinn.
Lagðar voru fram tillögur um breytingu á fyrirkomulagi sem verið hefur til að styðja við markmið mannauðsstefnu Reykjanesbæjar og til að koma betur til móts við starfsemi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að málinu, meðal annars á grunni framlagðra tillagna frá deildarstjóra launa- og kjaradeildar og mannauðsstjóra um betri vinnutíma. Bæjarráð leggur áherslu á að sviðsstjórar og stjórnendur stofnana bæjarins útfæri betri vinnutíma í samræmi við þarfir, getu og eðli starfsemi þeirra stofnana/eininga sem þeir stýra.
Ef um umframkjör er að ræða eins og kemur fram í tillögu C bendir bæjarráð á mikilvægi þess að sátt náist um endurskoðun á betri vinnutíma milli deildarstjóra launa- og kjaradeildar, mannauðsstjóra, sviðsstjóra og stjórnenda.
Bæjarráð leggur áherslu á að við framkvæmd styttingar sé farið eftir leiðbeiningum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og ákvæða í kjarasamningi eftir því sem við á. Bæjarráð vekur sérstaka athygli á því að í flestum samningum er kveðið á um að breyting á skipulagi vinnutíma eigi að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði stofnana. Jafnframt er forsenda breytinganna að starfsemi stofnunar raskist ekki og að opinber þjónusta sé af sömu eða betri gæðum og áður.
3. Gatnagerðargjöld fyrir gróðurhús og matvælaframleiðslu (2023110346)
Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um álagningu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir að fela Halldóri Karli Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að eiga áframhaldandi viðræður við viðkomandi aðila, meðal annars á grundvelli framlagðra tillagna hans.
4. Árshlutauppgjör - 9 mánaða uppgjör (2023080243)
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og fóru yfir drög að árshlutauppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023.
5. Flutningur í nýtt varðveisluhúsnæði (2022030093)
Eva Kristín Dal forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, mætti á fundinn.
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðbótarfjárheimild vegna flutnings safna Reykjanesbæjar í nýtt varðveisluhúsnæði. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 32.000.000 þar sem kr. 550.000 fellur til árið 2023, kr. 28.750.000 á árið 2024 og kr. 2.700.000 á árið 2025.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu vegna kostnaðar sem fellur til 2023, kr. 550.000 til viðauka í fjárhagsáætlun 2023. Kostnaði sem fellur á árið 2024 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024. Auk þess er áætlaður kostnaður vegna flutninga og trygginga fyrir lánsmuni sem Byggðasafn Reykjanesbæjar ber ábyrgð á í Slökkviliðsminjasafninu, kr. 5.100.000 vísað til fjárhagsáætlunar 2024.
6. Gjaldtaka við Reykjanesvita (2021080642)
Lagt fram minnisblað með tillögum að framtíðarskipulagi þjónustu og gjaldtöku við Reykjanesvita.
Bæjarráð felur Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.
7. Færanlegar skólastofur (2022100267)
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram minnisblað með beiðni um viðauka við fjárfestingaráætlun 2023 vegna aukins kostnaðar við færanlegar kennslustofur og aðstöðuhús við Hringbraut.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2023.
8. Viðbragðs- og rýmingaráætlun Reykjanesbæjar vegna jarðskjálfta og eldgosa (2023110336)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mætti á fundinn.
Lögð fram viðbragðs- og rýmingaráætlun vegna jarðskjálfta og eldgosa fyrir Reykjanesbæ.
9. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023 (2023080175)
Fundargerð stjórnar Eignasjóðs lögð fram til kynningar.
Afgreiðslu fundargerðarinnar er frestað til næsta fundar.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. nóvember 2023 (2023010560)
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. nóvember 2023
11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2023020682)
a. Frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga um skatta og gjöld
b. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.02. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2023.