1450. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 11. janúar 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tekið yrði á dagskrá Kosning varaformanns í bæjarráði (2024010160). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 7.
1. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Lögð fram beiðni um leiðréttingu á erindi sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 23. nóvember 2023 vegna flutnings byggðasafnsins og Slökkviliðsminjasafns. Er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 kr. 3.850.000.
Bæjarráð frestar málinu í samræmi við umræður við Regínu F. Guðmundsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
2. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar 11. júní 2024 - afmælissjóður (2024010135)
Kynning á afmælissjóði Reykjanesbæjar sem stofnaður var í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Afmælissjóður 2024
3. Ungmennafélag Njarðvíkur - umsókn um tækifærisleyfi (2024010085)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, 27. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
Umsagnarmál lagt fram.
5. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - endurskoðun á regluverki (2023030178)
Lagt fram bréf frá innviðarráðuneytinu varðandi endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - regluverk
6. Hluthafafundur Keilis (2024010146)
Lagt fram fundarboð hluthafafundar Keilis sem haldinn verður 17. janúar kl. 11:15.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.
7. Kosning varaformanns í bæjarráði (2024010160)
Tillaga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur sem varaformann bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir 5-0
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. janúar 2024.