1452. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 25. janúar 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
1. Reykjanesfólkvangur (2024010398)
Sverrir Bergmann Magnússon, fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs, mætti á fundinn.
Bæjarráð þakkar Sverri Bergmanni Magnússyni fyrir kynninguna og felur honum að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fylgigögn:
Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi
2. Barnvænt sveitarfélag - hagsmunamat (2020021548)
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn.
Kynnt voru drög að hagsmunamati fyrir verklag allrar stjórnsýslu Reykjanesbæjar.
Bæjarráð felur Aðalheiði Júlírós Óskarsdóttur, verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags, að afla frekari upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum sem hafa innleitt hagsmunamat barnvæns sveitarfélags og kynna þær niðurstöður þegar þær liggja fyrir.
3. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Hreinn Líndal Hreinsson, Sólvallagata 34 (2023090525)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
4. Fjörheimar - umsókn um tækifærisleyfi án áfengisveitinga (2024010309)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Náttúrustofur - úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi (2024010391)
Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.
Fylgigögn:
Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa til sveitarfélaga
6. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 18. janúar 2024 (2024010212)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.
Fylgigögn:
Fundargerð 6. fundar stjórnar Eignasjóðs 18. janúar 2024
7. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 10. janúar 2024 (2024010259)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 68
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12. janúar 2024 (2024010369)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 941
9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)
Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Umsagnarmál lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.