1453. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 1. febrúar 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Rannveig Erla Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.
1. Innviðagjöld (2024010545)
Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um kostnað innviða íbúðahverfis utan gatnagerðar.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur Gunnari Kr. Ottóssyni skipulagsfulltrúa að vinna áfram í málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
2. Skipulag íþrótta- og skólasvæðis við Afreksbraut (2023100054)
Lagt fram minnisblað um skipulag íþrótta- og skólasvæðis við Afreksbraut.
Formaður bæjarráðs leggur til að fela umhverfis- og skipulagsráði að hefja vinnu við deiliskipulag á íþrótta- og skólasvæði við Afreksbraut samhliða því að unnið er að deiliskipulagsvinnu við þriðja áfanga Hlíðarhverfis. Samþykkt 5-0.
3. Hafnargata 2a (2022110463)
Lagt fram erindi um framtíðaráform Svarta pakkhússins.
Erindinu frestað.
Menningar og þjónusturáð vinnur nú að stefnumótun fyrir menningarhús Reykjanesbæjar og felur sú vinna m.a. í sér tillögur að nýtingu húsnæðisins auk annarra menningarhúsa í Reykjanesbæ.
4. Vefstefna Reykjanesbæjar (2023060380)
Vefstefnu Reykjanesbæjar 2024-2027 ásamt aðgerðaáætlun lögð fram.
Bæjarráð vísar drögunum til nefnda og ráða til umsagnar áður en hún verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
5. Lánasjóður sveitarfélaga – framboð í stjórn (2024010547)
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framboðs í stjórn lánasjóðsins.
Fylgigögn:
Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
6. Umsögn um geymslustað vegna ökutækjaleigu - Konvin Car Rental ehf., Keilisbraut 762 (2023120287)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar erindinu 4-0 með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Meirihluti hafnar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að eiga samtal við umsækjendur um aðra staðsetningu sem gæti hentað fyrir starfsemina. Fulltrúi minnihluta tekur undir að fundin sé framtíðar staðsetningu fyrir starfsemina en að leyfi verði veitt tímabundið á meðan sú vinna fer fram.
7. Umsögn um geymslustað vegna ökutækjaleigu - Ace Car Rental ehf., Flugvellir 2 (2023120365)
Guðný Birna Guðmundsdóttir lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessu máli.
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.