1454. fundur

08.02.2024 08:15

1454. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 8. febrúar 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Regína F. Guðmundsdóttir staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Jón Garðar Snædal Jónsson eftirlitsmaður nýframkvæmda, Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Jón Ólafur Erlendsson eftirlitsmaður frá VSB verkfræðistofu mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda og horfur á verklokum.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum yfir þeim töfum sem orðið hafa á verkinu og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að klára 2. áfanga Stapaskóla sem allra fyrst.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar-Stapaskóli II

2. Hlíðarhverfi - uppbygging þriðja áfanga (2023010644)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagður fram viðauki við samning milli Reykjanesbæjar og Miðlands vegna uppbyggingar Hlíðarhverfis.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Uppbygging Hlíðarhverfis - erindi til bæjarráðs

3. 88 húsið - framkvæmdir (2023110249)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.

Vísað er í samþykkt frá 1445. fundi bæjarráðs þann 30. nóvember 2023 þar sem samþykktur var viðauki við fjárhagsáætlun 2023.

Vegna tafa við framkvæmdir náðist ekki að framkvæma allt sem fyrirhugað var á árinu 2023 og því flyst fjárþörf sem því nemur á 2024.

Því er óskað eftir aukafjármagni í þær framkvæmdir sem eftir eru fyrir salinn og 2 hæð. kr. 29.000.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka við fjárfestingaráætlun 2024.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar - 88 Húsið

4. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 22. janúar 2024 (2024010572)

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 22. janúar 2024

5. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

a. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurgreiðslur), 629. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
b. Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða, 521. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.
c. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán), 13. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2024.