1456. fundur

22.02.2024 08:15

1456. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 22. febrúar 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Dalshverfi III - syðri hluti (2019120008)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á úthlutun lóða í Dalshverfi III.

Umhverfis- og skipulagsráð vinnur málið áfram.

2. Byggingarréttur - innviðagjöld (2024010545)

Drög að verk- og tímaáætlun vegna vinnu Haralds Sverrissonar viðskiptafræðings og ráðgjafa við mótun stefnu um byggingarréttargjöld í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

3. Translating the EU Green Deal into Local Action - ráðstefna í Brussel 15. mars 2024 (2023090350)

Lagt fram boð á ráðstefnu.

Bæjarráð samþykkir 4-0 að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sæki ráðstefnuna fyrir hönd Reykjanesbæjar. Margrét A. Sanders situr hjá.

4. Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 - drög til umsagnar (2023060380)

Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 ásamt aðgerðaáætlun lögð fram.

Umsögnum verður komið til menningar- og þjónusturáðs í samræmi við umræður á fundinum.

5. Eldgos 8. febrúar og heitavatnsleysi - viðbrögð og aðgerðastjórn neyðarstjórnar Reykjanesbæjar (2024010247)

Lögð fram samantekt á aðgerðum neyðarstjórnar Reykjanesbæjar og annarra viðbragðsaðila.

6. Erik the Red Seafood ehf. - úrskurður (2023070072)

Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 124/2023, kæra á ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 25. september 2023 um að afskrá fiskvinnslustarfsemi að Bolafæti 15 þar sem starfsemin samræmist ekki aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035.

Fylgigögn:

124-2023 Fiskvinnsla að Bolafæti

7. Íbúafundur 29. febrúar 2024 (2024020295)

Lagt fram minnisblað um fyrirhugaðan upplýsingafund vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

8. Regluverk um búfjárbeit (2024020266)

Lagt fram minnisblað frá matvælaráðuneytinu um búfjárbeit – sjónarmið matvælaráðuneytis.

9. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 15. febrúar 2024 (2024010212)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.

Fylgigögn:

Fundargerð 7. fundar stjórnar Eignasjóðs 15. febrúar 2024

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. febrúar 2024 (2024010205)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

798. fundur 14022024

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

a. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (greiðsla meðlags), 112. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
b. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 115. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lögð fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2024.