1457. fundur

29.02.2024 08:15

1457. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. febrúar 2024 kl. 08:15

Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Afmælislógó Reykjanesbæjar (2024020301)

Jón Haukur Baldvinsson markaðsstjóri og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn.

Lögð fram drög að afmælismerki Reykjanesbæjar í tilefni þess að þann 11. júní á þessu ári verða 30 ár liðin frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í eitt bæjarfélag.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu um afmælislógó Reykjanesbæjar.

2. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar 11. júní 2024 - afmælissjóður (2024010135)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn.

Lagðar fram tillögur valnefndar um styrkveitingar úr afmælissjóði.

Bæjarráð samþykkir tillögur valnefndar.

3. Bókasafn Reykjanesbæjar - húsnæðismál (2022110463)

Lögð fram skýrsla forseta bæjarstjórnar um húsnæðismál Bókasafns Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í Hljómahöll. Margrét A. Sanders greiðir atkvæði á móti.

4. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs 22. maí, 9. júní, 16. ágúst og 29. september 2023 (2023030200)

Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 22. maí 2023
Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 9. júní 2023
Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 16. ágúst 2023
Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 29. september 2023

5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 16. febrúar 2024 (2024020382)

Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að fundargerðir Reykjanes jarðvangs fari héðan í frá til afgreiðslu hjá menningar- og þjónusturáði.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 16. febrúar 2024

6. Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 11. desember 2023 (2024020381)

Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs 11. desember 2023

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 9. febrúar 2024 (2024010369)

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 9. febrúar 2024

8. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. febrúar 2024 (2024010179)

Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. febrúar 2024

9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)

Drög að borgarstefnu

Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða drög að borgarstefnu í samráðsgátt


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2024.