1459. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 21. mars 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðbergur Reynisson, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hann.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Leikskólinn Asparlaut – Hlíðarhverfi (2021120081). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 17.
1. Málefni Glímudeildar UMFN (2023080606)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður mættu á fundinn.
Lagt var fram bréf lögmanns Glímudeildar UMFN til sveitarfélagsins. Lagt var fram bréf Umboðsmanns Alþingis dags. 14. mars 2024.
Hafþór B. Birgisson fór yfir stöðu málsins, sem er enn til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundaráði, samskipti hans við fulltrúa Glímudeildarinnar og svör hans við spurningum lögmanns Glímudeildarinnar.
Bæjarráð felur Hafþóri að koma á framfæri frekari skýringum og upplýsingum til lögmanns Glímudeildarinnar.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni að svara bréfi lögmanns Glímudeildarinnar að öðru leyti og að svara bréfi Umboðsmanns Alþingis dags. 14. mars 2024.
2. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Jón Ólafur Erlendsson eftirlitsmaður mættu á fundinn.
Framvinduskýrsla Stapaskóla, 2. áfanga lögð fram til kynningar.
Bæjarráð leggur áherslu á að áfram verði allt kapp lagt á að klára 2. áfanga Stapaskóla sem fyrst.
3. Algae Capital - drög að samkomulagi (2024030421)
Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur mættu á fundinn.
Lögð fram drög að samkomulagi milli Algae Capital, Reykjanesbæjar og Kadeco.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulag aðila fyrir hönd Reykjanesbæjar þegar samningurinn er tilbúinn til undirritunar.
4. Bókasafn Reykjanesbæjar - flutningur í Hljómahöll (2022110463)
Bæjarráð fékk kynningu frá tveimur ráðgjöfum varðandi flutning bókasafnsins í Hljómahöll. Bæjarráð þakkar fyrir kynningarnar og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga til samninga um verkefnastjórn við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur.
Guðbergur Reynisson (D) situr hjá.
Í verkefnahópnum um flutning bókasafnsins í Hljómahöll eru eftirtaldir aðilar:
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Á. Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs og Sverrir Bergmann Magnússon bæjarfulltrúi sem tengiliður við bæjarráð. Bæjarráð er stýrihópur verkefnisins.
Bókun Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra:
"Nú þegar búið er að ákveða að ráða utanaðkomandi verkefnastjóra til að stýra flutningi bóksafnsins í Hljómahöll lýsir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sig vanhæfan til frekari vinnu við undirbúning verkefnisins. Kjartan Már var tónlistarkennari og skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík í 18 ár (1980 – 1998) og fyrsti formaður stjórnar Hljómahallar og þar með Rokksafnsins 2012-2014. Kjartan telur sjálfur að persónulegar skoðanir hans gætu truflað vinnuna og því sé best að hann komi ekki að undirbúningi flutningsins."
5. Kjarasamningar 2024 - áskorun til sveitarfélaga (2024030142)
Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og minnisblað frá Regínu F. Guðmundsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í bréfi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. mars 2024 vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga er skorað á sveitarfélög að taka ákvörðun um hvort og þá hvernig útfæra á gjaldskrárlækkun frá síðustu áramótum á þjónustu er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu.
Reykjanesbær telur að hófsamir kjarasamningar með þeim markmiðum sem þar eru lögð fram feli í sér kjarabætur fyrir íbúa og er því tilbúinn að taka mið af yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér að halda aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum eins og við verður komið. Auk þess tekur bærinn þátt í því verkefni að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75% greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið.
Bæjarráð Reykjanesbæjar mun því halda aftur af hækkun á gjaldskrá á valinni þjónustu er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu eins og við verður komið til að greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi.
Fylgigögn:
Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024
6. Íþróttahús Stapaskóla - stuðningur vegna seinkunar á afhendingu (2024030328)
Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild UMFN þar sem óskað er eftir fjárhagsaðstoð vegna seinkunar á afhendingu íþróttahúss við Stapaskóla.
Bæjarráð harmar þær tafir sem hafa orðið á framkvæmdum við byggingu íþróttahúss Stapaskóla. Allt kapp er lagt á að klára framkvæmdir sem fyrst í áframhaldandi samtali við hagaðila.
Bæjarráð hafnar erindinu.
7. Ársskýrslur sviðsstjóra (2024030388)
Ársskýrslur fjármála- og stjórnsýslusviðs, menntasviðs, umhverfis- og framkvæmdasviðs, atvinnu- og hafnarsviðs og menningar- og þjónustusviðs lagðar fram.
8. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Guesthouse Maximilian ehf., Hringbraut 60 (2023100520)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
9. Umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi – Brons 230 ehf., Sólvallagata 2 (2024010548)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna breytingar á gildandi rekstrarleyfi. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
10. Fjörheimar - umsókn um tækifærisleyfi (2024030379)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
11. Sælir ehf. - umsókn um tækifærisleyfi (2024030380)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Country campers ehf. - ökutækjaleiga/geymslustaður ökutækja Brekkustíg 26-30 - beiðni um umsögn (2024030222)
Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi til að reka ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.
13. Nýtt hjúkrunarheimili - samráðsfundur (2019050812)
Lögð fram fundargerð samráðsfundar frá 18. mars 2024.
14. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 23. febrúar 2024 (2024010259)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 69
15. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. febrúar 2024 (2024010369)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 945
16. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 6. mars 2024 (2024010205)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
799. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 06032024
17. Leikskólinn Asparlaut – Hlíðarhverfi (2021120081)
Fjögur tilboð bárust í leikskólann Asparlaut.
Umhverfis- og framkvæmdasviði er falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda þegar innsent tilboð hefur verið yfirfarið. Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að skrifa undir þegar verksamningur liggur fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2024.