1460. fundur

27.03.2024 08:15

1460. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 27. mars 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá Almenningssamgöngur á hátíðum (2024030549). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 10.

1. Svör við spurningum nefndar ESB um málefni sveitarfélaga (2023120261)

Lögð fram svör Reykjanesbæjar um málefni sveitarfélagsins.

2. Minnisblað um húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar (2024030529)

Lagt fram minnisblað um stöðu húsnæðismála í Reykjanesbæ og húsnæðisáætlun.

3. Þjónustukönnun Gallup 2023 (2023030559)

Lagðar fram niðurstöður netkönnunar Gallup sem framkvæmd var 14. nóvember til 11. janúar 2024 þar sem könnuð var ánægja með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.

4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. mars 2024 (2024010369)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 946

5. Verksamningur um flutning Bókasafns Reykjanesbæjar (2024030531)

Lagður fram verksamningur um verkefnastjórn við flutning Bókasafns Reykjanesbæjar úr ráðhúsi Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir framlagðan verksamning 4-0, Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) situr hjá.

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 19. mars 2024 (2024010179)

Lögð fram fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Fylgigögn:

Stjórn Kölku - fundargerð nr. 556

7. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs (2024010212)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs frá 21. mars 2024.

Fylgigögn:

Fundargerð 8. fundar stjórnar Eignasjóðs 21. mars 2024

8. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)

Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

9. Kvörtun - ólæti frá Paddys (2022050185)

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

10. Almenningssamgöngur á hátíðum (2024030549)

Lagt fram erindi þar sem annars vegar er óskað er eftir að frítt verði í strætó Reykjanesbæjar meðan barna- og ungmennahátíðin stendur yfir dagana 2. til 12. maí 2024 gegn framvísun Baunabréfs og hins vegar að ekið verði eftir helgaráætlun sunnudagana 5. og 12. maí til að jafna aðgengi allra íbúa að hátíðinni..

Bæjarráð samþykkir a) liðinn 5-0 en óskar eftir kostnaðarmati á b) liði.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2024.