1464. fundur

24.04.2024 08:15

1464. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 24. apríl 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tekið yrði á dagskrá Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Iceland Campers ehf., Hólmbergsbraut 5 (2024030599). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 11.

1. Samgöngustefna Reykjanesbæjar (2023040373)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mættu á fundinn.

Lagt fram erindi þar sem óskað var eftir heimild að hefja undirbúning á útboði almenningssamgangna í Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni, Gunnari Ellert Geirssyni og Önnu Karen Sigurjónsdóttur að vinna áfram í málinu.

2. Stapaskóli - 2. áfangi (2019051608

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Jón Ólafur Erlendsson eftirlitsmaður mættu á fundinn.

Lögð fram framvinduskýrsla um 2. áfanga Stapaskóla.

3. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.

Lagður fram viðauki við samning milli Hrafnshóls og Reykjanesbæjar vegna byggingu leikskólans Drekadal.

4. Þróunarsvæði Höfnum - niðurstaða útboðs (2024010562)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.

Lögð fram drög að samkomulagi um þróunarsvæði Höfnum.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd Reykjanesbæjar.

5. Beiðni um endurnýjun gervigrass í Reykjaneshöll (2024040397)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

Lögð fram beiðni um að flýta útskiptingu gervigrass í Reykjaneshöll.

Bæjarráð felur Hafþóri Birgissyni og Hafsteini Ingibergssyni að vinna áfram í málinu í samvinnu við Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóra.

Fylgigögn:

Erindi gervigras Keflavík

6. Endurbætur á skólalóðum grunnskóla (2023010276)

Tekin fyrir bókun frá bæjarstjórnarfundi 16. apríl sl. þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum varðandi endurbætur skólalóða grunnskóla Reykjanesbæjar.

Bæjarráð telur mikilvægt að forgangsraða því fjármagni sem gert var ráð fyrir í endurbætur á skólalóðum í fjárfestingaáætlun 2024 til þeirra skólalóða þar sem þörfin er mest. Skólalóðin við Stapaskóla er ný og þarfnast ekki úrbóta, verið er að vinna að úrbótum í Myllubakkaskóla og Holtaskóla og verða skólalóðirnar bættar samhliða því. Einhverjar úrbætur hafa verið gerðar við skólalóð Heiðarskóla.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

7. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2023 (2024040127)

Umræður um drög að ársreikningi Reykjanesbæjar 2023.

8. Byggingarréttur - innviðagjöld (2024010545)

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að tillögum að byggingarréttargjöldum.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir 5-0 að hefja innheimtu á gjaldi til að fjármagna hluta af nauðsynlegri uppbyggingu innviða, líkt og mörg af stærri sveitarfélögum landsins hafa gert um árabil, og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna tillögu að gjaldskrá og nánari útfærslu og leggja fyrir bæjarráð eins fljótt og auðið er.

Margrét A. Sanders (D) fór af fundi eftir afgreiðslu áttunda máls.

9. Landeigendur Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi – breyting á skipan varamanns (2022060109)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður fer út sem varamaður, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs er skipuð í hans stað.

Bæjarráð samþykkir 5-0.

10. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Lóa ehf., Kópubraut 34 (2023110091)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki III-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

11. Iceland Campers ehf., Hólmbergsbraut 5 (2024030599)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

12. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 1. mars 2024 (2024040365)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur_69_01032024

13. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 18. apríl 2024 (2024010176)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

HES fundur 310. 18.04.2024

14. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál
Með því að smella hér opnast lagafrumvarpið.

Umsagnarmál lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2024.