1465. fundur

02.05.2024 08:15

1465. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 2. maí 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2023 (2024040127)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.

Kynnt voru drög að endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársreiknings Reykjanesbæjar fyrir árið 2023.

Bæjarráð lýsir yfir óánægju með hversu seint endurskoðunarskýrslan barst Reykjanesbæ og mun framvegis óska eftir að henni verði skilað fyrr í ferlinu.

2. Byggingaréttur - innviðagjöld (2024010545)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.

Lögð fram drög að samþykkt um gjaldtöku innviðagjalda í Reykjanesbæ.

Bæjarráð felur Gunnari Kr. Ottóssyni skipulagsfulltrúa og Erlu B. Gunnarsdóttur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

3. Fiskeldi á Reykjanesi - Eldisgarður (2021090022)

Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað Gunnars Kr. Ottóssonar skipulagsfulltrúa og tillaga Halldórs K. Hermannssonar sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs vegna framkvæmda við uppbyggingu Samherja fiskeldis ehf. á Reykjanesi.

Bæjarráð felur Halldóri K. Hermannssyni að vinna áfram í málinu.

4. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga (2022110136)

Lagt fram erindi sem tekið var fyrir í sjálfbærniráði 26. apríl 2024.

Reykjanesbær er ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum, Akureyri, Fjallabyggð, Reykhólahreppi og sveitarfélaginu Hornafirði þátttakandi í verkefni sem snýr að aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ásamt veðurstofunni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Rannís, Samtökum atvinnulífsins og Bændasamtökunum eru að undirbúa styrkumsókn til LIFE-áætlunar Evrópusambandsins til innleiðingar á aðlögunaráætlun Íslands vegna loftslagsbreytinga. Sveitarfélögunum fimm sem eru þátttakendur í C10 hefur verið boðið að taka þátt í umsókninni.

Bæjarráð samþykkir að Reykjanesbær verði þátttakandi í umsókninni.

Fylgigögn:

Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga
Aðlögunaráætlun 2025-2029 vegna loftslagsbreytinga
LIFE-ICENAP Sveitarfélög

5. Vesturgata 14a (2024040480)

Lagt fram tilboð um kaup á fasteigninni Vesturgata 14a.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá stjórn Eignasjóðs.

6. Forsetakosningar 2024 (2024010436)

Lagt fram bréf frá landskjörstjórn upplýsingar til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 1. júní 2024.

7. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 24. apríl 2024 (2024010212)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.

Fylgigögn:

Fundargerð 9. fundar stjórnar Eignasjóðs 24. apríl 2024

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 19. apríl 2024 (2024010369)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 947

9. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 21. mars og 8. apríl 2024 (2024010259)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 70
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 71

10. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Camper Iceland ehf., Klettatröð 15 (2024040215)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

Til umsagnar 930. mál - Lagareldi:
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2024.