1469. fundur

30.05.2024 08:15

1469. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 30. maí 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Regína F. Guðmundsdóttir staðgengill bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. HB 64 - grænn vistiðngarður (2022100542)

Bergný Jóna Sævarsdóttir sjálfbærnistjóri og Elín Ragnheiður Guðnadóttir yfirverkefnastjóri frá Kadeco mættu á fundinn og fóru yfir vinnu og stöðu mála vegna þróunaráætlunar HB64 – grænn vistiðngarður á svæðinu Helguvík/Bergvík.

Bæjarráð þakkar fyrir upplýsandi kynningu.

2. Helguvíkurhöfn - samkomulag um lóðir (2023110022)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, mætti á fundinn.

Lagt var fram samkomulag um lóðir við Norðurbakka Helgavíkurhafnar í Reykjanesbæ.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Reykjanesbæjar.

3. Fiskeldi á Reykjanesi - uppbygging (2021090022)

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, mætti á fundinn.

Lagt fram samkomulag vegna uppbyggingar á landeldisstöð á Reykjanesi.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Reykjanesbæjar.

4. Strætóskólinn (2024050449)

Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Anna Karen Sigurjónsdóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála mættu á fundinn og kynntu Strætóskólann sem er tilraunaverkefni ætlað að auka þekkingu og notkun á strætó hjá grunnskólabörnum. Áætlaður kostnaður vegna tilraunaverkefnisins er kr. 456.000 sem felst í kaupum á strætókortum fyrir nemendur fædda 2013.

Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar í menntaráði.

Fylgigögn:

Strætóskólinn - erindi til bæjarráðs Reykjanesbæjar

5. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Lögð fram samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunarferlið 5-0, unnið verður áfram í tímalínu fjárhagsáætlunargerðarinnar.

6. Málefni barna með lögheimili utan sveitarfélags (2024050008)

Lagt fram erindi frá Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkur.

Bæjarráð samþykkir erindið í ljósi stöðunnar sem er hjá Grindavíkurbæ en áréttar jafnframt að á næsta skólaári mun viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga gilda.

7. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2024 (2023100145)

Lögð fram drög að Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2024.

Bæjarráð vísar Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. júní 2024.

8. Almenningssamgöngur á hátíðum (2024030549)

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Reykjanesbær greiði akstur strætó mánudaginn 17. júní 2024 og að ekið verði eftir laugardagsáætlun. Áætlaður kostnaður er kr. 220.000.

Bæjarráð samþykkir erindið, fjármagn tekið af lykli 21011-9220

Fylgigögn:

Almenningssamgöngur á hátíðum - erindi til bæjarráðs

9. Málefni kirkjugarða í Njarðvíkur- og Keflavíkursókn (2024050023)

Lagt er til að gerður verði samningur við Njarðvíkursókn um greiðslur vegna grafreita, sambærilegur samningur og hefur verið gerður við Keflavíkursókn.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að gera drög að samningi við Njarðvíkursókn sem byggir á sömu kjörum og framlagður samningur við Keflavíkursókn og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

10. Erindisbréf ungmennaráðs (2023050182)

Lagt fram, forsetanefnd falið að vinna áfram í málinu.

11. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Sara Mist Sumarliðadóttir, Borgarvegur 3 (2023100225)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um reksturs gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.

12. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 22. maí 2024 (2024040048)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

Fylgigögn:

51. fundur stjórnar 22. maí 2024

13. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 22. maí 2024 (2024050432)

Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð 12. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 2024

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 23. maí 2024 (2024010176)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

HES-311. fundur 23.05.2024

15. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)

Lagt fram boð um þátttöku í samráði um hvítbók í málefnum innflytjenda.

Hvítbók í málefnum innflytjenda.
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.

16. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

a. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál
Með því að smella hér opnast frumvarp til laga.
b. Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.

Umsagnarmál lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2024.