1471. fundur

13.06.2024 08:15

1471. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 13. júní 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkir einróma að taka á dagskrá Fundargerð neyðarstjórnar 12. júní 2024 (2024020134). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 11.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi undir tíunda máli Bókasafn Reykjanesbæjar - flutningur í Hljómahöll (2022110463).

1. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar (2024010135)

Lagðar fram afmæliskveðjur sem bárust Reykjanesbæ í tilefni af 30 ára afmæli sveitarfélagsins.

2. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar (2022080621)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Drög að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 lögð fram. Búið að taka tillit til ábendinga sem bárust frá nefndum og ráðum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög 5-0.

3. Golfklúbbur Suðurnesja - beiðni um fjárstuðning vegna Íslandsmóts (2024040408)

Bæjarráð samþykkir 5-0 að styrkja GS um kr. 4.000.000 vegna Íslandsmótsins í höggleik, tekið af bókhaldslykli 21011-9220.

4. Stjórn bílastæðasjóðs (2022100414)

Samkvæmt 1.gr. samþykktar um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar sem samþykkt var á 675. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. maí 2024 fer bæjarráð í umboði bæjarstjórnar með stjórn sjóðsins en bæjarstjórn gerir tillögu að gjaldskrá.

Bókun frá Helgu Jóhönnu Oddsdóttur (D):

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að samþykktir bílastæðasjóðs Reykjanesbæjar verði teknar til skoðunar í haust með það að markmiði að meta hvort vænlegra teljist að bæjarráð fari með stjórn sjóðsins eða hvort skipa eigi stjórn yfir sjóðinn. Tillagan er lögð fram þar sem ljóst er að um stórar ákvarðanir varðandi aukna gjaldheimtu innan sveitarfélagsins er að ræða og því mikilvægt að áhersla sé lögð á að stefnumótun sé í höndum sérstakrar stjórnar.“

Bókun frá fulltrúum Framsóknar, Samfylkingar, Beinnar leiðar og Umbótar:

„Samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar var samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar þann 7.maí síðastliðinn af afloknum ítarlegum undirbúningi sem og tveimur umræðum í bæjarstjórn. Aðkoma kjörinna fulltrúa að stjórn sjóðsins og tillögugerð er tryggð í gegnum allt það ferli sem lýst er í samþykktinni, m.a. með því að sérstök stjórn skipuð bæjarráði er yfir sjóðnum. Ekki hefur enn reynt á verkefni sjóðsins og fyrstu verkefni ekki tímasett. Æskilegt er að endurskoðun á samþykkt, þegar til hennar kemur, byggi á reynslu og þekkingu af rekstri sjóðsins.

Meirihluti bæjarráðs telur því ótímabært að tímasetja endurskoðun á samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar.“

Tillaga um að endurskoða samþykkt um bílastæðasjóð felld 4-0.

5. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja 2023 (2024060071)

Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja 2023 lagður fram til kynningar.

6. Eftirlit með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum - skipun stýrihóps (2024060117)

Bréf barst frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) þar sem athygli er vakin á fyrirliggjandi tillögum um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til ríkisins.

Bæjarráð tekur undir athugasemdir SHÍ og harmar að ekki hafi farið fram kynning og samráð við sveitarfélagið á fyrirhuguðum breytingum.

Fylgigögn:

Samtök heilbrigðiseftirlitseftirlitssvæða á Íslandi -  bréf til sveitarfélaga um stýrihóp

7. Kirkjugarður Njarðvíkur - samningur um greiðslur vegna grafreita (2024060077)

Lagður fram samningur um greiðslur vegna grafreita í kirkjugarði Njarðvíkur undirritaður 5. júní 2024.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að uppfæra samning við kirkjugarða Keflavíkur með sambærilegum hætti.

8. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 13. maí 2024 (2024060128)

Lögð fram til kynningar fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð 93. fundar Heklunnar 13052024

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 5. júní 2024 (2024010205)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 05062024

10. Bókasafn Reykjanesbæjar - flutningur í Hljómahöll (2022110463)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri vegna flutnings Bókasafns Reykjanesbæjar og Sverrir Bergmann Magnússon bæjarfulltrúi mættu á fundinn. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókun frá Helgu Jóhönnu Oddsdóttur (D):

„Nú liggur fyrir kynning verkefnastjóra á því hvernig bókasafni skuli komið fyrir í Hljómahöll.

Í kynningunni má glöggt sjá að skýr sýn á verkefnið hefur ekki verið til staðar þegar af stað var farið. Það vekur athygli að Hljómahöll er ekki nefnd “menningarhús” eins og hingað til hefur komið fram í máli meirihlutans, heldur “samfélagsmiðstöð”. Enga skýringu á þeirri nafngift er að finna í fyrirliggjandi gögnum. Þetta vekur upp spurningar um raunverulegt markmið með þessum gjörningi. Í kynningunni kemur m.a. fram að í vinnu verkefnishóps hafi verið horft til margra þátta sem tengjast m.a. áskorunum bæjarfélagsins varðandi lýðfræðilega þróun og samsetningu íbúa. Þá kemur fram að “aðrar forsendur snúa að því að þróa húsnæðið með þeim hætti að það þjóni sem fjölnota samfélagsmiðstöð þar sem stórar og mikilvægar stofnanir þróa mikilvæga starfsemi sína og eru þær til þess fallnar að auðveldara verði fyrir marga notendur að nota aðstöðuna”. Hvaða stofnana er verið að vísa til þar sem auðvelda þarf mörgum að nota aðstöðu þeirra? Er það lögbundin þjónusta sveitarfélags að halda úti samfélagsmiðstöð?

Í gögnum málsins kemur einnig fram að verkefnastjóri telur heildræna stefnumótun í húsnæðismálum menningarstofnana sveitarfélagsins óhjákvæmilega í kjölfar flutnings bókasafnsins í Hljómahöll. Í kynningunni segir orðrétt: “Hins vegar snýr tillagan að því að á haustmánuðum 2025 verði skipaður verkefnahópur á vegum Reykjanesbæjar sem mun vinna tillögur varðandi framtíðarfyrirkomulag í húsnæðismálum stofnana í Hljómahöll og samhliða því önnur aðstöðu og húsnæðismál sem tengjast menningarstarfsemi í Reykjanesbæ.”

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi þessarar umræðu lagt áherslu á að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í þessa aðgerð án þess að fyrir liggi heildarstefnumótun í húsnæðismálum menningarstofnana og menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Ljóst er á kynningunni, að verkefnastjóri sér strax í upphafi aðkomu sinnar að nauðsynlegt er að ráðast í þá vinnu. Sjálfstæðisflokkurinn skorar því á meirihlutann að fara í stefnumótunarvinnuna strax, áður en ráðist verður í kostnaðarsamar breytingar á Hljómahöll og þar með lögð ákveðin lína sem stefnumótun á síðari stigum mun vissulega bera keim af.“

Lagðar fram tillögur stýrihóps vegna flutnings bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöll.

Bæjarráð þakkar stýrihópnum fyrir þeirra vinnu í málinu.

11. Fundargerð neyðarstjórnar 12. júní 2024 (2024020134)

Fundargerð neyðarstjórnar lögð fram til kynningar.

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05.