1473. fundur

27.06.2024 08:15

1473. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 27. júní 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldór R. Guðjónsson og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Unnar Steinn Bjarndal staðgengill bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Halldór R. Guðjónsson sat fyrir hana.

1. Málefni barna með lögheimili utan sveitarfélags (2024050008)

Lagðir fram útreikningar vegna grunnskólanemenda úr Grindavík sem sótt hafa nám í grunnskólum Reykjanesbæjar á yfirstandandi skólaári 2023-2024. Tekið er mið af 70% afslætti við útreikningana eins og samið hefur verið um.

2. Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar - endurgreiðsluhlutfall (2024060295)

Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 10. júní 2024 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 4. júní sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 verði óbreytt, eða 72%.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 verði 72%.

Fylgigögn:

Endurgreiðsluhlutfall ER 2024

3. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 13. júní 2024 (2024030007)

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

47. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 13062024

4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 20. júní 2024 (2024010212)

Fundargerð stjórnar Eignasjóðs lögð fram til samþykktar. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 11. fundar stjórnar Eignasjóðs 20. júní 2024

5. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 20. júní 2024 (2024010206)

Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs lögð fram til samþykktar. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 287. fundar atvinnu- og hafnarráðs 20.06.24

6. Fundargerð sjálfbærniráðs 26. júní 2024 (2024010210)

Fundargerð sjálfbærniráðs lögð fram til samþykktar. Samþykkt 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 52. fundar sjálfbærniráðs 26. júní 2024

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.