1474. fundur

11.07.2024 08:15

1474. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 11. júlí 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður fulltrúi bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

1. Gervigras í Reykjaneshöll (2024040397)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað vegna útboðs á gervigrasi og fjaðurpúða í Reykjaneshöll.

Í áliti íþróttafélaganna kemur fram að vænlegasti kosturinn er að fjárfesta í sama grasi og er á útivelli félaganna við Reykjaneshöll en þá æfa og spila leikmenn á sama grasi og getur það enn fremur verið hagræðing í þjónustu við báða velli að vera með sama þjónustuaðila.

Bæjarráð samþykkir 5-0 því að taka tilboði Metatron kr.91.842.076.

2. Húsnæði Keilis - Grænásbraut 910 (2023030333)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað með samantekt um húsnæðin að Lindarbraut 624 og Grænásbraut 910.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun frá 1467. fundi bæjarráðs þann 16. maí 2024 um að taka ekki húsnæði Keilis á leigu og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

3. Yfirlýsing um gatnagerðargjöld (2024070374 )

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram drög að yfirlýsingu vegna þéttingar byggðar á Ásbrú.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna fyrir hönd Reykjanesbæjar.

4. Samkomulag um þróun og uppbyggingu á Suðurbrautarreit (2023030660)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram drög að samkomulagi um þróun og uppbyggingu á Suðurbrautarreit á Ásbrú.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Reykjanesbæjar.

5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. júlí 2024 (2024010213)

Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs til samþykktar. Eftirfarandi mál fundargerðarinnar voru tekin fyrir til sérstakrar samþykktar:

Þriðja mál fundargerðarinnar Aðalskipulagsbreyting- ÍB28 og S45 við Hlíðarhverfi (2019060056) samþykkt 4-0, Margrét A. Sanders greiðir atkvæði á móti.

Bókun frá Margréti A. Sanders (D) fulltrúa minnihluta:

Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir að málinu sé frestað og rætt verði betur við hagaðila þ.e. íþróttafélögin, varðandi breytingu á skipulagi íþróttasvæðis.

Bókun meirihluta bæjarráðs, Framsókn, Samfylking og Bein leið:

Óveruleg breyting er gerð á aðalskipulagi sem hefur ekki áhrif á starfsemi innan framtíðar íþróttasvæðis við Afreksbraut. Lóðin sem ætluð er undir skólastarfsemi rúmar mannvirki af sömu stærð og Stapaskóli með mjög góðu móti. Umhverfis- og skipulagsráð veitti því heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samráði við hagaðila.

Samráðshópur hefur fundað vegna framtíðaruppbyggingar íþróttasvæðis við Afreksbraut. Í hópnum eru sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, íþrótta- og tómstundafulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, skipulagsfulltrúi, rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja, framkvæmdastjórar UMFN og Keflavíkur og formaður ÍRB. Tilgangur samráðshópsins er að gott samráð sé milli framkvæmda- og hagaðila á framkvæmdatímanum alveg frá upphafi verkefnisins. Búið er að kynna svæðið sem er til umráða fyrir samráðshópnum með þessum breytingum og grunninn sem notaður er við gerð deiliskipulags og byggingaframkvæmda. Unnið er samkvæmt niðurstöðum starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Í haust verður svo skipaður formlegur stýrihópur sem mun leiða verkefnið og vera í samvinnu við samráðshópinn og þar með alla hagaðila sem að málinu koma.

Sjöunda mál fundargerðarinnar Deiliskipulag Hafnir- Djúpivogur 2, 3, 4 og 6 (2024070277) samþykkt 5-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Ný lóð við Hólmbergsbraut 4 (2024070242) samþykkt 5-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Dalsbraut 8- niðurstaða grenndarkynningar (2024020190) samþykkt 5-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Njarðvíkurskóli- fyrirspurn um gámakennslustofur (2024060216) samþykkt 5-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Vallarás 13- fyrirspurn um stækkun byggingarreits (2024060215) samþykkt 5-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Birkiteigur 1 - fyrirspurn um breytingu á notkun (2024070282) samþykkt 5-0 án umræðu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn sjálfbærniráðs um 2. mál fundargerðarinnar, Uppbygging gróðurhúsa og borun eftir jarðsjó við Patterson svæðið.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 340. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 9. júlí 2024

6. Bifreið sem færanleg vettvangsstjórnstöð - beiðni um fjármagn (2024070206)

Lögð fram beiðni um fjármagn til standsetningar á bifreið sem nýtt verður sem færanleg vettvangsstöð fyrir almannavarnir. Áætlaður kostnaður við standsetninguna eru 5-7 milljónir. Hlutur Reykjanesbæjar verður um 80% af áætluðum kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í að fjármagna búnað og frágang vettvangsstjórnstöðvar almannavarna í þar til útbúinni bifreið og vísar erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2024, deild 07411 Almannavarnir.

7. Hringbraut 60 - forkaupsréttur (2024070042)

Lagt fram erindi vegna sölu á húseign Hringbraut 60 sem Reykjanesbær hefur forkaupsrétt á.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að falla frá forkaupsrétti.

8. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir (2024070375)

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir ásamt viðauka sem sýnir drög að skiptingu framlaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir tímabilið ágúst til desember 2024.

Bæjarráð tekur undir með Sambandinu að mikilvægt sé að nemendur séu skráðir í mat þrátt fyrir að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar.

Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að staðfesta að Reykjanesbær mun bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum frá hausti 2024 og út samningstímann með mótframlagi ríkisins.

9. Sjálfbærniuppgjör Klappa fyrir Reykjanesbæ (2021010385)

Lögð fram skýrsla um sjálfbærniuppgjör Reykjanesbæjar vegna ársins 2023.

10. Ráðstefna almannavarna 31. október 2024 (2024070015)

Lögð fram tilkynning um árlega ráðstefnu Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra sem verður haldin 31. október 2024.

11. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 7. júní 2024 (2024040365)

Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnarnefndar Suðurnesja utan Grindavíkur.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur 70 07062024

12. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 13. og 21. júní 2024 (2024010369)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 949
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 950

13. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 21. júní 2024 (2024010259)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr. 73

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.