1475. fundur

18.07.2024 08:15

1475. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 18. júlí 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.

Að auki sátu fundinn Regína F. Guðmundsdóttir fulltrúi bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.

Bæjarráð samþykkir einróma að taka á dagskrá Kauptilboð í L222797 Klöpp (2024070452). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 9.

1. Tillögur starfshóps um starfsaðstæður í leikskólum (2024030084)

Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Sverrir Bergmann Magnússon formaður menntaráðs mættu á fundinn.

Veturinn 2024 samþykkti menntaráð Reykjanesbæjar að setja saman starfshóp sem hefði það að markmiði að gera tillögur um breyting á skipulagi í leikskólastarfi sveitarfélagsins. Lagðar eru fram tillögur starfshópsins ásamt rökstuðningi.

Unnið verður áfram í tillögum 1 og 2.

Bæjarráð samþykkir tillögu 3 sem snýr að því að starfsfólk leikskóla Reykjanesbæjar geti sótt um afslátt af leikskólagjaldi og felur sviðsstjóra menntasviðs og leikskólafulltrúa að vinna tillögu að nánari útfærslu á fyrirkomulaginu. Stefnt skal að því að umsókn um lækkun standi starfsfólki leikskóla til boða frá hausti 2024.

2. Dalshverfi III lóðarúthlutun - syðri hluti (2024070404)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram kynning á skipulags- og úthlutunarskilmálum vegna Dalshverfis áfanga III.

Bæjarráð heimilar að farið verði í úthlutun lóða á syðri hluta Dalshverfi III.

3. Framkvæmdir við T12 (2024060233)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn.

Lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir framkvæmdir og kostnað vegna 1. áfanga uppfærslu Ráðhússins og framkvæmdaáætlun á næstu áföngum.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. heimilar að farið verði í vinnu við útboðsgögn næstu áfanga. Jafnframt að athuga hvort hægt verði að koma starfsemi ráðhússins tímabundið fyrir í öðru húsnæði meðan á framkvæmdum stendur.

4. Stapaskóli - stöðuskýrsla og ný verkáætlun (2019051608)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Jón Ólafur Erlendsson eftirlitsmaður mættu á fundinn.

Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla vegna 2. áfanga Stapaskóla, dagsett 17.júí 2024.

5. Staðgengill bæjarstjóra (2024070433)

Lagt fram umboð staðgengils bæjarstjóra til að undirrita samninga og öll þau nauðsynlegu skjöl sem til falla í forföllum bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir 5-0 að veita Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur formanni bæjarráðs fullt og óskorað umboð sem staðgengill bæjarstjóra og hefur hún prókúruumboð fyrir Reykjanesbæ.

6. Leigusamningur við Keili (2024070434)

Tímabundinn leigusamningur milli Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf. og Reykjanesbæjar fyrir leikskólastarf lagður fram til kynningar.

7. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Sheep Car Rental ehf., Flugvallarbraut 734A (2024070268)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð hafnar umsóknina með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

8. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 31. maí og 4. júlí 2024 (2024030003)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð 84. stjórnarfundar Brunavarna Suðurnesja
Fundargerð 85. stjórnarfundar Brunavarna Suðurnesja

9. Kauptilboð í L222797 Klöpp (2024070452)

Kauptilboð barst í land L222797.

Bæjarráð hafnar að selja landið en vísar málinu að öðru leyti til umhverfis-og framkvæmdasviðs í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.