1476. fundur

25.07.2024 16:05

1476. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. júlí 2024 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir varaformaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Halldóra G. Jónsdóttir fulltrúi bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fundinn í hennar stað.

1. Dalshverfi III – lóðaúthlutun, syðri hluti (2024070404)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram fundargerð um niðurstöður lóðaúthlutunar í Dalshverfi III, syðri hluta.

Bæjarráð samþykkir úthlutunina 5-0.

Fylgigögn:

Niðurstöður lóðaúthlutunar í Dalshverfi III, syðri hluta - fundargerð

2. Gervigras í Reykjaneshöll (2024040397)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Við yfirferð á útboðsgögnum kom í ljós að í lið 8.1. í valforsendum er áréttað að heildartilboðsverð verði eingöngu notað við val á tilboðum í umræddu útboði. Út frá því er ljóst samkvæmt útboðsgögnum og lögum um opinber innkaup að Reykjanesbæ sé skylt að taka lægsta tilboði sem uppfyllir allar kröfur sem settar eru fram í útboðinu, sem er tilboð Altis um gervigras og fjaðurpúða í Reykjaneshöll.

Bæjarráð samþykkir 4-0 að taka tilboði Altis að upphæð kr. 85.773.017 kr. Bæjarráð afturkallar og ógildir fyrri ákvörðun í sama máli á 1474. fundi þann 11. júlí 2024.

Helga Jóhanna Oddsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:34.