1477. fundur

08.08.2024 08:15

1477. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 8. ágúst 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað með athugasemdum skólastjóra grunnskóla Reykjanesbæjar um snjallsímalausa skóla. Beðið er eftir tillögum nefndar á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um reglur/tilmæli um símanotkun sem eiga að ná til allra grunnskóla í landinu.

Bæjarráð þakkar fyrir svörin og góðar athugasemdir sem bárust frá skólastjórum.

2. Breytingar á skipan fulltrúa í nefndum og stjórnum (2024010091)

Bæjarráð skipar formann bæjarráðs Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur sem varamann í Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur í stað Guðlaugs H. Sigurjónssonar.

Bæjarráð samþykkir 5-0.

3. Brons 230 ehf. - umsókn um tækifærisleyfi (2024070506)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

4. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 22. mars, 18. apríl og 26. júní 2024 (2024010572)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs.

Bæjarráð þakkar fyrir samstarfið og óskar stjórn Reykjanesfólkvangs velfarnaðar í starfi.

Fylgigögn:

Reykjanesfólkvangur - Fundargerð 18. apríl 2024
Reykjanesfólkvangur - Fundargerð 22. mars 2024
Reykjanesfólkvangur - Fundargerð 26. júní 2024

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 6. ágúst 2024 (2024010207)

Lögð fram til afgreiðslu fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs.

Bæjarráð samþykkir fundargerðina 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 184. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 6. ágúst 2024

6. Fundur stjórnar Bílastæðasjóðs Reykjanesbæjar (2024080066)

Stjórn bílastæðasjóðs felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að óska eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagsráði um hvaða svæði eiga að verða fyrstu gjaldsvæði bílastæðasjóðs í samræmi við 5. gr. samþykktar um bílastæðasjóð. Stjórnin felur bæjarstjóra einnig að óska eftir tillögu frá umhverfis- og framkvæmdasviði í samræmi við 7. gr samþykktarinnar um fjárhæð gjalds fyrir stöðu ökutækja á því svæði sem umhverfis- og skipulagsráð leggur til og á hvaða tíma gjaldskylda skuli vera.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.