1478. fundur

15.08.2024 08:15

1478. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 15. ágúst 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.

1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Lagt fram minnisblað um áætlaðar skatttekjur 2025.

2. Rauðimelur við Stapafell – framlenging á leigutíma (2023010455)

Lagt fram erindi um framlengingu á leigusamningi milli Reykjanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka um leigu á námu- og efnistökurétti á landsvæði í Rauðamel við Stapafell í Reykjanesbæ.

Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamninginn til 31. desember 2035 að uppfylltum endurbótum á tækjabúnaði til efnisvinnslu sem munu draga úr kolefnisspori og mengunarhættu og að sérstök aðgát sé höfð vegna nálægðar við vatnstökusvæði Lága.

3. Starfsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. - tillaga að breytingu (2020110516)

Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun vegna tillögu að breytingu á starfsleyfi Kölku Sorpeyðingarstöðvar sf.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á starfsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar og tekur undir mat Umhverfisstofnunar að um minniháttar breytingu sé að ræða og því óþarft að endurskoða starfsleyfið í heild, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss (2024080123)

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þar sem óskað er eftir afstöðu Reykjanesbæjar til draga að nýrri samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Bæjarráð fagnar því að sett verði samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs.

5. Heimsókn til sorporkustöðvar í Finnlandi (2024080177)

Lagt fram boð um heimsókn til sorporkustöðvar í Finnlandi.

Bæjarráð samþykkir að senda þrjá fulltrúa, einn frá meirihluta, einn frá minnihluta og einn starfsmann Reykjanesbæjar.

6. Umsögn um geymslustað ökutækja í útleigu - Explorer Car Rental ehf., Grænásvegur 10 (2024030509)

Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar um leyfi fyrir geymslustað ökutækja vegna ökutækjaleigu. Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

7. Þorsteinn Þorsteinsson - umsókn um tækifærisleyfi (2024080138)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Brons 230 ehf. - umsókn um tækifærisleyfi (2024080139)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Landeigendur Ytri-Njarðvíkurhverfis - félagsfundur 15. ágúst 2024 (2024080154)

Fundarboð félagsfundar Landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi sf. lagt fram. Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mun fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

10. Jarðhræringar á Reykjanesi - skýrsla um rýni (2024010247)

Lögð fram skýrsla um rýni jarðhræringa á Reykjanesi 25. október til 23. maí 2024 sem unnin var fyrir hönd almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

11. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2024060233)

Lögð fram fundargerð um endurbætur á Tjarnargötu 12, stöðu framkvæmda, tímabundinn flutning á starfsemi ráðhússins um áramót og ósk um tímabundna ráðningu verkefnastjóra með framkvæmdunum.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. tekur vel í erindið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:13. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. ágúst 2024.