1479. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 22. ágúst 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Regína F. Guðmundsdóttir fulltrúi bæjarstjóra, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Bæjarráð samþykkir einróma að taka á dagskrá Uppgjör vegna grindvískra leikskólabarna (2024050008). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 11.
1. Árshlutauppgjör 2024 - 6 mánaða uppgjör (2024080301)
Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mætti á fundinn.
Drög að árshlutareikningi Reykjanesbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2024 lögð fram.
2. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Lagt fram minnisblað með tillögu að ramma fjárheimilda 2025. Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögurnar.
Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagðar tillögur.
3. Skipulag íþrótta- og skólasvæðis við Afreksbraut (2023100054)
Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn.
Lögð fram fundargerð samráðshóps vegna íþróttasvæðis vestan Reykjaneshallar frá 16. ágúst 2024 ásamt tillögum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu við Afreksbraut.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna á þeim tillögum sem liggja fyrir og fagnar því að breiður samráðshópur hafi unnið í málinu frá því í vor. Bæjarráð telur mikilvægt að sömu hagsmunaaðilar haldi áfram að vera ráðgefandi við pólitískt skipaðan stýrihóp sem mun leiða framhald verkefnisins.
Bæjarráð skipar Evu Stefánsdóttur (B) formann og Sverri Bergmann Magnússon (S) og Unnar Stefán Sigurðsson (D) fulltrúa í stýrihóp verkefnisins.
4. Sérstakur húsnæðisstuðningur (2024070580)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um breytingar á reglum Reykjanesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð samþykkir 5-0 breytingarnar í samræmi við bókun frá velferðarráði frá 12. ágúst 2024.
5. Dagdvalir aldraðra í Reykjanesbæ (2024050055)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað með tillögu að breytingum og sameiningu dagdvala Reykjanesbæjar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
6. Bættar starfsaðstæður í leikskólum (2024030084)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað með tillögu að fyrirkomulagi á afslætti á leikskólagjöldum fyrir starfsfólk leikskóla Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna 5-0.
7. Ljósleiðaravæðing utan markaðssvæða í þéttbýli (2021040118)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Tekið fyrir erindi frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
Lagt fram minnisblað um uppbyggingu, eignarhald og rekstur ljósleiðarakerfis í dreifbýli Reykjanesbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fjárhagsáætlunarvinnu 2025. Bæjarráð felur Gunnari Ellerti Geirssyni deildarstjóra umhverfismála að kanna hvert framlag ríkisins hefur verið hjá öðrum sveitarfélögum í ljósleiðaravæðingu.
8. Fjörheimar - umsókn um tækifærisleyfi (2024080293)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. ágúst 2024 (2024010179)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar nr. 560
10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. ágúst 2024 (2024010205)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
803. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14082024
11. Uppgjör vegna grindvískra leikskólabarna (2024050008)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað um uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra leikskólabarna.
Bæjarráð samþykkir 4-1 framlagt uppgjör, Margrét A. Sanders greiðir atkvæði á móti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2024.