1481. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 5. september 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.
1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Guðni Geir Einarsson forstöðumaður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Friðjón Einarsson nefndarmaður í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn. Guðni Geir og Regína tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.
Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og framlög Jöfnunarsjóðs.
2. Verndum Hljómahöll (2024090005)
Lagður fram undirskriftarlisti frá Vinum Hljómahallar.
Bókun fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar, Beinnar leiðar og Umbótar:
"Meirihluti bæjarráðs og fulltrúi Umbótar harmar að meðlimir í Vinum Hljómahallar upplifi að flutningur Bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöll muni hafa neikvæð áhrif á þá starfsemi sem er til staðar í húsinu nú þegar. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu fund með fulltrúa Vina Hljómahallar 5. júlí sl. þar sem farið var yfir verkefnið og fulltrúanum boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem fram undan er í Rokksafni Íslands sem fulltrúa hagsmunaaðila safnsins. Þar stendur meðal annars til að flytja sýninguna til í húsinu og fjárfesta í nútímalegri og uppfærðri gagnvirkri sýningu. Vill meirihluti bæjarráðs taka undir orð framkvæmdastjóra Hljómahallar sem birtist á vef Víkurfrétta 4. september 2024 og á prenti í Ljósanæturblaði Víkurfrétta. Þar kemur m.a. fram að sýningin komi til með að taka breytingum og verða enn glæsilegri á næstunni, að tækifæri séu til staðar til að gera Hljómahöll að enn glæsilegra menningarhúsi og að safnið hafi fengið rausnarlega fjárveitingu til að endurnýja sýninguna."
3. Landeigendur Ytri-Njarðvíkurhverfis (2024080154)
Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurði Hreinssyni með athugasemdum og skýringu stjórnar Félags landeigenda Ytri-Njarðvíkur með Vatnsnesi.
4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss (2024080123)
Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs frá fundi 23. ágúst 2024:
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar því að sett verði samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfsvæði heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Bæjarráð óskar eftir að umsögnin verði send til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
5. Fyrirspurn til bæjarráðs vegna lóðarleigu (2024090030)
Lögð fram fyrirspurn vegna lóðaleigusamnings Grundarvegar 5, 260 Njarðvík.
Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
6. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga (2023090620)
Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnahóps um könnunarviðræður á Suðurnesjum.
7. Umsókn um rekstrarstyrk – Samtök um kvennaathvarf (2024090035)
Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk að upphæð kr. 800.000 frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir 2025.
Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr.400.000. Tekið af bókhaldslykli 21-011-9220.
8. Ráðstefna - Forum of mayors 2024 (2024060184)
Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður 30. september til 1. október 2024 í Genf, Sviss.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2024.