1484. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. september 2024 kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir varaformaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hennar stað.
Margrét A. Sanders boðaði forföll og sat Helga Jóhanna Oddsdóttir fundinn í hennar stað.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Felix Rúnarsson fundinn í hennar stað.
1. Barnvænt samfélag - lokaúttekt (2020021548)
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins sem er komið í lokaúttekt hjá UNICEF á Íslandi.
Fylgigögn:
Lokaúttekt á innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - erindi
2. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025-2028.
3. Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 – 2028 (2024070397)
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga lagt fram.
4. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 28. september 2024
Fundarboð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lagt fram.
Fylgigögn:
Dagskrá 48. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024
5. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 19. september 2024 (2024010212)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn.
Fundargerð stjórnar Eignasjóðs lögð fram til kynningar.
Fylgigögn:
Fundargerð 12. fundar stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar
6. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, mætti á fundinn.
Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að senda inn umsögn fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða umsagnarmál í samráðsgátt
Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)
Námsgögn, 222. mál.
Umsagnarmál lagt fram.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða umsagnarmál á vef Alþingis
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:23. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2024.