1486. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 9. október 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Umræður um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025-2028.
2. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2023 (2024100072)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram bréf til kynningar frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
3. Berghólabraut 3 - framlenging á afnotaleyfi á lóð (2023040518)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Tekin fyrir bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2024 þar sem óskað er umsagnar bæjarráðs varðandi gjaldtöku á afnotum af landi við Berghólabraut 3.
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.
4. Baugholtsróló - dagmæður (2024060191)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að standsetja dagforeldraheimili á Baugholtsrólói.
Bæjarráð frestar erindinu þar sem grenndarkynningu er ekki lokið.
5. Mengunarhætta frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæði (2024010247)
Lagt fram minnisblað frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, HS Veitum, HS Orku, Sveitarfélaginu Vogum, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni og ÍSOR vegna mögulegrar mengunarhættu frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæðum.
6. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)
Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, mál nr. S181/2024
Með því að smella hér opnast drög að reglugerð.
b. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 (fjöldaflótti), mál nr. 199/2024
Með því að smella hér opnast frumvarp til breytingar á lögum.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. október 2024.