1487. fundur

17.10.2024 08:15

1487. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 17. október 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Helga Jóhanna Oddsdóttir sat fyrir hana.

1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar tímabilið 2025-2028.

2. Berghólabraut 3 - framlenging á afnotaleyfi á lóð (2023040518)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn. Lagt fram minnisblað með tillögu um gjaldtöku á afnotum af landi við Berghólabraut 3.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

3. Bættar starfsaðstæður í leikskólum (2024030084)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað um útfærslu á tillögu 1 frá starfshópi um starfsaðstæður í leikskólum.

Bæjarráð samþykkir framlagða útfærslu á tillögunni sem tekur gildi 1. janúar 2025. Lögð er áhersla á að útfærslan verði vel kynnt foreldrum og forráðamönnum. Bæjarráð felur leikskólafulltrúa að taka sama gögn um árangur verkefnisins að tólf mánuðum liðnum og kynna fyrir bæjarráði.

4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – IQ Hotel apartments ehf. – Seljubraut 645 (2024090150)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi mætti á fundinn.

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um reksturs gististaðar í flokki II-B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar 4-0 umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna, Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki situr hjá.

5. Fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 24. september 2024 (2024040365)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindvíkur nr. 72

6. Fundargerðir verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis (2019050812)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis 14. febrúar, 13. mars, 10. júlí, 14. ágúst og 9. október 2024.

7. Tímabundin ráðning bæjarstjóra (2024100210)

Vegna veikinda Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra, eins og fram kom í fundargerð bæjarráðs 12. september 2024, þá samþykkir bæjarráð 4-0 að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir verði ráðin tímabundið í stöðu bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki situr hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.