1488. fundur

24.10.2024 08:15

1488. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 24. október 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Valgerður Björk Pálsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.

2. Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar - endurgreiðsluhlutfall 2025 (2024100272)

Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 17. október 2024 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 18. september sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2025 verði óbreytt, eða 72%.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlagða tillögu Brúar lífeyrissjóðs um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar fyrir árið 2025 verði 72%.

3. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 15. október 2024 (2024040048)

Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

53. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 15.10. 2024

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 17. október 2024 (2024010176)

Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

HES 313.fundur 17.10.2024

5. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 17. október 2024 (2024010212)

Fundargerð stjórnar Eignasjóðs lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 13. fundar stjórnar eignasjóðs 17. október 2024

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.