1490. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 7. nóvember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Harpa Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Harpa Sævarsdóttir sat fyrir hana.
1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað um uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
2. Heimild til lántöku frá Landsbankanum (2024040272)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir heimild til lántöku skammtímafjármögnunar.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir 5-0 að óska eftir skammtímafjármögnun að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000 með lokagjalddaga þann 31. desember 2024.
Sveitarfélagið hefur áætlað að fjárfesta í nýframkvæmdum og breytingum/viðgerðum á mannvirkjum sem eru undir starfsemi grunn- og leikskóla og íþróttamannvirkja. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem samþykkt var 12. desember 2023 af bæjarstjórn er gert ráð fyrir að bæjarsjóður fjárfesti/framkvæmi fyrir 4.8 milljarða og eins var gert ráð fyrir lántöku í áætluninni.
Jafnframt er Regínu F. Guðmundsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánaskjöl sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
3. Ljósleiðaravæðing í Höfnum (2021040118)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
Lagt fram erindi um ljósleiðaravæðingu í Höfnum.
Bæjarráð samþykkir erindið 5-0.
4. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Guðni Sigurbjörn Sigurðsson frá RISS verkfræðistofu mættu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda við leikskólann.
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.
5. Akademíureitur - drög samnings (2023070141)
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Lögð fram drög að samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á Sunnubraut 35.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
6. Gervigras í Reykjaneshöll (2024040397)
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs og Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir stöðu útboðsmáls á kaupum á gervigrasi og fjaðurpúða í Reykjaneshöll eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála nr. 28/2024.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra að ljúka málinu samkvæmt umræðum sem urðu á fundinum.
7. Kjarasamningar 2024 - staða verkfallsaðgerða (2024030142)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs mætti á fundinn og upplýsti bæjarráð um stöðu verkfallsaðgerða leik- og grunnskólakennara í Reykjanesbæ.
8. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 24. október 2024 (2024030007)
Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Fylgigögn:
49. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 24102024
9. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 25. október 2024 (2024030003)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarnar Suðurnesja.
Fylgigögn:
Fundargerð 87. stjórnarfundar BS 26.09.2024
10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. október 2024 (2024010369)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 953
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.