1491. fundur

14.11.2024 08:15

1491. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á Tjarnargötu 12 þann 14. nóvember 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll og sat Sverrir Bergmann Magnússon fundinn í hennar stað.

Bæjarráð samþykkir einróma að taka á dagskrá Heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga (2024040272). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 10.

1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 19. nóvember 2024.

2. Samþykkt um götu- og torgsölu - drög til umsagnar (2024090334)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.

Lögð fram drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu.

Bæjarráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að koma athugasemdum ráðsins áfram.

3. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2019090067)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn.

Lögð fram drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar.

Bæjarráð felur Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að koma athugasemdum ráðsins áfram.

4. Körfuknattleiksdeild UMFN - umsókn um tækifærisleyfi (2024110125)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Fjörheimar - umsókn um tækifærisleyfi (2024110144)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 28. september 2024 (2024090682)

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 28. september 2024

7. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 30. október og 7. nóvember 2024 (2024010259)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 30. október 2024

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 7. nóvember 2024

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4. nóvember 2024 (2024010369)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4. nóvember 2024

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2024010059)

a. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 75. mál

Með því að smella hér opnast tillaga til þingsályktunar

b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, 79. mál

Með því að smella hér opnast tillaga til þingsályktunar

Umsagnarmál lögð fram.

10. Heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga (2024040272)

Minnisblað lagt fram þar sem óskað er eftir heimild til lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.