1492. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 21. nóvember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Díana Hilmarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Jón Már Sverrisson áheyrnarfulltrúi og Stefanía Gunnarsdóttir ritari.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Jón Már Sverrisson sat fyrir hana.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hann.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440) sem fjallað verður um undir dagskrárlið 8 og einnig samþykkt að taka fyrir Reykjanesbraut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164) sem fjallað verður um undir dagskrárlið 9.
1. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2024060233)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.
Lagt fram erindi um frumkostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Ráðhúsið, Tjarnargötu 12. Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram í málinu.
2. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og veittu upplýsingar um stöðu málsins.
Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram í málinu.
3. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar - áheyrnarfulltrúar (2024110254)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Bæjarráð ræddi um mögulega áheyrnarfulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð sem væru með málfrelsi og tillögurétt. Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs falið að vinna áfram í málinu.
4. Heimsókn til sorporkustöðvar í Finnlandi (2024080177)
Samþykkt var á bæjarráðsfundi 15. ágúst sl. að senda þrjá fulltrúa til að kynna sér sorporkustöðvar í Finnlandi.
Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi og Ríkharður Ibsen fulltrúi minnihluta mættu á fundinn en þau ásamt Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur fulltrúa meirihluta voru fulltrúar Reykjanesbæjar í heimsókninni. Fulltrúar upplýstu bæjarráð um efni ferðarinnar.
5. Kvennaráðgjöfin - ósk um styrk (2024110196)
Lagt fram erindi um styrk til Kvennaráðgjafarinnar.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Fylgigögn:
Styrkumsókn Kvennaráðgjöfin Reykjanesbær
6. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Anna Kristjana E. Egilsdóttir - Sólvallagata 12 (2024040445)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi skipulagi.
7. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. október og 13. nóvember 2024 (2024010205)
Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lagðar fram til kynningar.
Fylgigögn:
805. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16102024
806. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 13112024
8. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Umræður um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.
9. Reykjanesbraut (41) Hafnavegur – Garðskagavegur (2024110164)
Bæjarráð samþykkir að ráða ráðgjafa fyrir hönd Reykjanesbæjar og felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
Einnig samþykkir bæjarráð að Reykjanesbær tilnefni tvo aukafulltrúa í stýrihóp málsins, annars vegar Halldór K. Hermannsson sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs og hins vegar Róbert J. Guðmundsson formann umhverfis- og skipulagsráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2024.