1493. fundur

28.11.2024 08:15

1493. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 28. nóvember 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.

1. Stjórnarfundur Tjarnargötu 12 ehf. (2024060233)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum mættu á fundinn.

Lögð fram kostnaðargreining og tillaga að tímalínu vegna framkvæmda við Ráðhúsið Tjarnargötu 12.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir framlagða kostnaðaráætlun og að unnið verði áfram í verkefninu.

2. Fundargerð verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis 13. nóvember 2024 (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar nýs hjúkrunarheimilis.

3. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 21. nóvember 2024 (2024010212)

Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri og eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eignasjóðs.

Fylgigögn:

Fundargerð 14. fundar stjórnar eignasjóðs 21. nóvember 2024

4. Fjárhagsáætlun 2025-2028 (2024050440)

Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Lögð fram gjaldskrá Reykjanesbæjar 2025. Bæjarráð samþykkir gjaldskrána 5-0.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025 til og með 2028 til seinni umræðu í bæjarstjórn 3. desember 2024.

5. Sumarstörf garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar 2024 (2024110336)

Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.

Lögð fram til kynningar samantekt um sumarstörf garðyrkjudeildar Reykjanesbæjar sumarið 2024.

6. Hlunnindi starfsfólks (2024110335)

Iðunn Kristín Grétarsdóttir mannauðsstjóri mætti á fundinn.

Lögð fram drög að reglum um hlunnindi starfsfólks Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir 5-0 framlögð drög.

7. Raforkukaup innan rammasamnings (2024010025)

Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri mætti á fundinn.

Lagt fram minnisblað um raforkukaup innan rammasamnings.

Bæjarráð felur Kristni Þór Jakobssyni innkaupastjóra að vinna áfram í málinu.

8. Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög (2020021548)

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri og verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og lagði fram samantekt á athugasemdum sem bárust frá nefndum og ráðum.

Mannréttindastefnu Reykjanesbæjar vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. desember 2024.

9. Akademíureitur - stýrihópur (2023070141)

Bæjarráð skipar í stýrihóp formann bæjarráðs Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Róbert Jóhann Guðmundsson, lögfræðing umhverfis- og framkvæmdasviðs Erlu Bjarnýju Gunnarsdóttur, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúa og Margréti A. Sanders fulltrúi frá minnihluta.

10. Reykjanesfólkvangur - breyting friðlýsingarskilmála (2024110333)

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun vegna breytinga á skipan stjórnar fólkvangsins.

Fylgigögn:

Áform um breytingu friðlýsingaskilmála

11. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar - skipun fulltrúa (2023080630)

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir staðfestingu á óbreyttri skipan í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar eða tilnefningu nýrra fulltrúa, aðal- og varamann.

Bæjarráð samþykkir 5-0 óbreytta skipan í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.

12. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 14. nóvember 2024 (2024030007)

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

50. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 14112024

13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 15., 20. og 22. nóvember 2024 (2024010369)

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 955
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 956
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 957

14. Fundargerð neyðarstjórnar 21. nóvember 2024 (2024020134)

Lögð fram til kynningar fundargerð neyðarstjórnar.

Fylgigögn:

Fundargerð 89. fundar neyðarstjórnar 21. nóvember 2024

15. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 21. nóvember 2024 (2024030003)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Fundargerð vegna 88. stjórnarfundur BS

16. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.
Í gegnum fjarfundabúnað mættu frá Landslögum Magnús Ingvar Magnússon og Jóhannes Karl Sveinsson.

Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2024.