1494. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 5. desember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Margrét A. Sanders.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Valgerður Björk Pálsdóttir boðaði forföll, Helga María Finnbjörnsdóttir sat fyrir hana.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að taka á dagskrá Akademíureitur - stýrihópur (2023070141) sem fjallað verður um undir dagskrárlið 7.
1. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Umræður um stöðu verkefnisins.
2. Árshlutauppgjör 2024 - 9 mánaða uppgjör (2024080301)
Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mætti á fundinn og fór yfir drög að árshlutauppgjör fyrstu níu mánuði ársins 2024.
3. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga (2023090620)
Lagt fram til kynningar minnisblað verkefnastjórnar um stöðu sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélagsins Voga og kynnt niðurstaða könnunarviðræðna um sameiningu.
4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – Haukur Ingi Júlíusson - Sólvallagata 11 (2024100330)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-B. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem starfsemin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. nóvember 2024 (2024010369)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fylgigögn:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 958
6. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 28. nóvember 2024 (2024040048)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.
Fylgigögn:
54. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 28.11.2024
7. Akademíureitur - stýrihópur (2023070141)
Breyting á skipan í stýrihópinn. Helga Jóhanna Oddsdóttir kemur inn í stýrihópinn í stað Margrétar A. Sanders.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.