1495. fundur

12.12.2024 08:15

1495. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 12. desember 2024, kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Harpa Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Harpa Sævarsdóttir sat fyrir hana.

1. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Umræður um stöðu verkefnisins.

2. Grænásbraut 910 (2023030333)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Lögð fram tillaga að greiðslufyrirkomulagi á kauptilboði í eignina.

Bæjarráð samþykkir greiðslufyrirkomulag kauptilboðsins og felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

3. Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld (2024120125)

Lögð fram gjaldskrá fyrir byggingar- og þjónustugjöld og gjöld vegna skipulagsbreytinga.

Gjaldskránni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.

4. Baugholtsróló - dagmæður (2024060191)

Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2024 um niðurstöður grenndarkynningar.

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og skipulagsráðs.

5. Bílastæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Skólaveg – fyrirspurn (2024070281)

Tekið fyrir erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um að merkja bílastæði við Skólaveg sem 45 mínútna stæði.

Bæjarráð setur sig ekki á móti því að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja merki umrædd stæði sérstaklega sem skammtímastæði í 45 mínútur, Reykjanesbæ að kostnaðarlausu. Vakin er athygli á því að heildræn stefna um bílastæði innan Reykjanesbæjar er í mótun.

6. Slysavarnir barna - beiðni um styrk (2024120132)

Lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 300.000 til að útbúa rafrænt námskeið fyrir verðandi foreldra.

Bæjarráð tekur vel í erindið en getur því miður ekki orðið við því að þessu sinni.

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. nóvember 2024 (2024010369)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 959

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 5. desember 2024 (2024010176)

Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fylgigögn:

HES - 314. fundur 5.12.2024


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.