1496. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 19. desember 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Guðbergur Reynisson sat fyrir hana.
1. Grænásbraut 910 - íþróttasalur (2023030333)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
Lögð fram kostnaðaráætlun á viðgerð og uppfærslu á íþróttasal Keilis.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram í málinu.
2. Ásbrú, spítalareitur - gatnagerðargjöld (2024120232)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað til umræðu um afslátt á gatnagerðargjaldi á spítalareit í Ásbrúarhverfi.
Bæjarráð samþykkir 5-0 afslátt gatnagerðagjalds innan spítalareits í samræmi við samning um uppbyggingu í Ásbrúarhverfi.
3. Almenningssamgöngur (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað um stöðu útboðs á almenningssamgögnum í Reykjanesbæ.
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Önnu Karen Sigurjónsdóttur sjálfbærnifulltrúa að vinna áfram í málinu.
4. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Á. Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.
Umræður um stöðu verksins.
5. Hjúkrunarheimili - rekstrarsamningur (2019050812)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Umræður um hjúkrunarheimili og rekstrarsamning milli Reykjanesbæjar og Hrafnistu.
6. Nýr grunnskóli í Ásbrúarhverfi – skýrsla undirbúningshóps (2023090406)
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mættu á fundinn.
Lögð fram skýrsla undirbúningshóps um nýjan skóla í Ásbrúarhverfi.
Bæjarráð vísar verkefninu til stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar.
7. Uppfærsla á hönnunarstaðli Reykjanesbæjar (2024020301)
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs mætti á fundinn.
Lögð fram tillaga að uppfærslu á hönnunarstaðli Reykjanesbæjar.
Bæjarráð felur Halldóru G. Jónsdóttur sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs að vinna áfram í málinu.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 11. desember 2024 (2024010205)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
807. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
9. Umsagnarmál í samráðsgátt (2024010258)
Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna, mál nr. 229/2024
Með því að smella hér opnast umsagnarmál í samráðsgátt.
Umsagnarmál lagt fram.
10. Fjármögnun Reykjanesbæjar (2024040272)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir 5-0 að óska eftir framlengingu á skammtímafjármögnun (lánalínur) ásamt áföllnum vöxtum allt að kr. 2.600.000.000,- með lokagjalddaga þann 28. febrúar 2025 í stað 31. desember 2024.
Er fjármögnunin ætluð til að brúa bil þar til endurfjármögnun hefur átt sér stað hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útboði í janúar/febrúar 2025.
Jafnframt er Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, fjármálastjóra og prókúruhafa, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánaskjöl f.h. sveitarfélagsins sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
11. Fitjabakki 8 (2024030045)
Lagt fram minnisblað um jarðhitaleit á lóð Reykjaneshafnar á Fitjum.
Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra og Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.
12. Málefni Golfklúbbs Suðurnesja (2024120279)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mættu á fundinn.
Lagt fram minnisblað um samkomulag og áframhaldandi stuðning við Golfklúbb Suðurnesja.
Bæjarráð samþykkir að greiða rafmagns- og hitakostnað nóvember 2023 til október 2024.
Bæjarráð felur Regínu F. Guðmundsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hafþóri B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram í málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2025.