1498. fundur

09.01.2025 08:15

1498. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 9. janúar 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.

1. Leikskólinn Drekadalur (2022100203)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn.

Umræður um stöðu verkefnisins.

2. Hjúkrunarheimili - reitur á Ásbrú (2025010095)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco mættu á fundinn.

Umræður um nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Markaðskönnun - Hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, leiguhúsnæði

3. Heimild til lántöku (2024040272)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir 5-0 að óska eftir lánalínu hjá Landsbankanum hf., að höfuðstól allt að kr. 300.000.000,- , með lokagjalddaga þann 28. febrúar 2027.

Sveitarfélagið hefur ákveðið að fjárfesta í húsnæði að Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ sem mun nýtast til framtíðar sem menntastofnun á Ásbrú.

Regínu Fannýju Guðmundsdóttur, kt. 131169-3379, fjármálastjóra og prókúruhafa, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánaskjöl sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

4. Gjaldskrá 2025 - afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega (2024050440)

Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Lagt fram til kynningar gjaldskrá um afslátt til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2025.

5. Breyting á skipan fulltrúa í stjórn Reykjanes jarðvangs (2024010091)

Kjartan Már Kjartansson fer út sem aðalmaður, Valgerður Björk Pálsdóttir verður aðalmaður. Valgerður Björk Pálsdóttir fer út sem varamaður, Kjartan Már Kjartansson verður varamaður.

Samþykkt 5-0.

6. Fundargerð stjórna Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 6. desember 2024 (2025010048)

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórna Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Fylgigögn:

Sameiginlegur fundur SO og SSKS

7. Endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna (2024100271)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni um kynningarfundi á endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna.

Bæjarráð felur Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2025.