1499. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Tjarnargötu 12, 16. janúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason formaður, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Már Sverrisson áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Jón Már Sverrisson sat fyrir hana.
1. Almenningssamgöngur (2019090564)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn.
Lagt fram erindi vegna undirbúnings á útboði á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ ásamt drögum að útboðsgögnum.
Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Málefni Golfklúbbs Suðurnesja (2024120279)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.
Lögð fram drög að afsali á Golfskálanum við Hólmsvöll í Leiru (F2096000), aðstöðuhúsi (F2236660) og vélageymslu (F2236659) án lóðarréttinda til Golfklúbbs Suðurnesja.
Bæjarráð felur Hafþóri. B. Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram í málinu.
3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)
Regína F. Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.
Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarráð staðfestir áður samþykktan viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. janúar 2025 (2025010161)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
808. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2025.