1501. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. janúar 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason formaður, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Jón Már Sverrisson áheyrnarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Díana Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bergmann Magnússon sat fyrir hana.
1. Akademíureitur - ráðgjafahópur (2025010481)
Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur mætti á fundinn.
Lagt fram minnisblað starfshóps um þróun Akademíureits.
Bæjarráð felur starfshópnum að vinna málið áfram með tilliti til framlagðs minnisblaðs og umræðna á fundinum.
2. Starfsáætlanir 2025 (2025010427)
Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir sviða Reykjanesbæjar.
3. Uppsögn Grindavíkurbæjar á sameiginlegri þjónustu sveitarfélaga (2024120359)
Tekið fyrir erindi frá Grindavíkurbæ um uppsögn samnings um rekstur sameiginlegra úrræða í Reykjanesbæ, Hæfingarstöðvar og Bjargarinnar.
Reykjanesbær hefur móttekið uppsögn Grindavíkurbæjar á samningi um sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna á Suðurnesjum á skammtímavistun í Heiðarholti, Hæfingarstöð og Björginni. Í bókun bæjarráðs Grindavíkurbæjar þann 14. janúar sl. kemur fram að uppsögnin taki gildi 1. janúar 2025 með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skilning á að Grindavíkurbær gangi út úr sameiginlega reknum úrræðum sveitarfélaganna á Suðurnesjum í ljósi aðstæðna, en leggur þó áherslu á að uppsagnir séu gerðar með eðlilegum fyrirvara, sér í lagi þar sem einstaklingar með lögheimili í Grindavík nýta þá þjónustu sem úrræðin veita. Þá telur bæjarráð að þriggja mánaða uppsagnarfrestur sé of skammur og leggur áherslu á að uppsagnarfrestur sé a.m.k. 6 mánuðir, m.a. vegna þess að brotthvarf Grindavíkurbæjar úr samstarfinu mun hafa veruleg áhrif á fjárhagsáætlanir hinna samstarfssveitarfélaganna. Bæjarráð Reykjanesbæjar leggur einnig áherslu á að Grindavíkurbær tryggi að nauðsynlegum upplýsingum um áhrif ákvörðunar þeirra verði komið á framfæri með skýrum hætti við þá einstaklinga og fjölskyldur sem úrsögnin mun hafa áhrif á.
4. Umsögn vegna rekstrarleyfis – S&K3 ehf. Akurbraut 16 (2025010218)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki II-C. Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til fyrirliggjandi umsagna.
5. Ungmennafélag Njarðvíkur - umsókn um tækifærisleyfi (2025010407)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - umsókn um tækifærisleyfi (2025010475)
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. janúar 2025 (2025010370)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 14. janúar 2025
8. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 17. janúar 2025 (2025010435)
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fylgigögn:
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 17. janúar 2025
9. Breyting á skipan embætta í bæjarráði (2024010091)
Kjartan Már Kjartansson kemur aftur í starf bæjarstjóra 3. febrúar nk. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir kemur aftur inn sem formaður og Guðný Birna Guðmundsdóttir sem varaformaður.
Bæjarráð samþykkir 5-0 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. febrúar 2025.